Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


föstudagur, nóvember 08, 2002  

Núnú svo Himmalimmóinn er að fara að leigja með honum Arnari já. Já það hljómar ágætlega, til lukku með það. Er hann hreinn sveinn líka?

Út að éta já? Það má alveg skoða það, þó svo að veskið sé nú ekki sérlega þykkt þessa dagana. Það væri nú örugglega gaman að taka eina góða aðgerð á Madonnu eða Ítalíu. Keli, ertu maður í það?

posted by Doddi | 10:44
 

Mikinn og þykkan reyk lagði yfir ásana í Árbæjarhverfi í gærkvöldi, og getiði hver var að verki, nú auðvitað ég. Nei ég var hvorki að kveikja varðeld í garðinum né að malla einhver efni í bílskúrnum, heldur að reyna að laga ganginn á bílnum mínum í sakleysi mínu. Ég keypti svona "redex" bensíníbætiefni, opnaði blöndunginn og kertagötin og hellti vel ofan í samkvæmt leiðbeiningum og beið síðan dágóða stund og horfði á nýjasta tækni og vísindi á meðan. Svo tók ég náttúrulega rúnt til að testa bílinn eftir íbætinguna og ég trúði varla mínum eigin augum. Fljótlega eftir að ég lagði af stað byrjaði að koma reykur úr pústinu og loks mökkur svo þykkur að það sást ekki í gegnum hann. Heiðarásinn fylltist af svartaþoku þegar ég keyrði niður hann og Hraunsásinn bókstaflega HVARF í þykkan, gráan reykmökk. Svona gekk þetta alla leið að Nóatúni þar sem ég sneri við og hélt sömu leið til baka og ég gæti alveg eins hafa verið á Hellisheiði, þokan var svo þykk. Fólk stóð og góndi á mig og ég veit ekki hvað þeir í bílunum sem mættu mér hafi haldið. Þegar ég ók niður Heiðarásinn tók ég eftir saklausu fólki að flýja út úr mekkinum - hvað ætli fólk hafi haldið? En bílinn er nú skárri fyrir vikið, það er alveg á hreinu.

posted by Doddi | 10:42


fimmtudagur, nóvember 07, 2002  

Sko mér finnst að við ættum nú frekar að einbeita okkur að næstu helgi frekar en að vera að rifja upp seinustu helgi. Annars var ég að spá í það hvort að nördarnir sem að eru hérna á Íslandi væru til í að hittast og borða saman einhversstaðar úti fyrir afmælið hjá henni Rebekku? Mér datt í hug Madonna eða Ítalía. Hvað finnst ykkur? En já það virðist sem að ég sé að fara að leigja með honum Arnari Ívars sem að var með mér í skóla. Fór að skoða íbúð í Lauganeshverfinu með honum í gær og okkur leist helv vel á hana. Flytjum líklega inn um miðjan mánuðinn þannig að það verður pottþétt gott innflutningspartý einhvern tímann eftir það...

En á morgun er föstudagur jíbbíjei!!!!

posted by Hilmar | 15:50


miðvikudagur, nóvember 06, 2002  

Mér finnst dálítið fyndið að fullkomnasti og öflugast her í heiminum (að þeirra sögn) getur ekki náð einum manni í Afganistan. Nú er liðið rúmt ár síðan 9/11 gerðist og ekkert bendir til þess að Osama bin Laden sé dauður þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að drepa hann. Hvernig væri að senda leyniskyttuna sem skaut á allt og alla fyrir um mánuði síðan. Hann kunni að plaffa niður fólk. Finnst Bandaríkjamenn náðu ekki bin Laden þá hafa þeir ákveðið að búa til marga brandara um hann, og einn þeirra fékk ég sendann með e-mail í dag.
Brandari dagsins:
Við innflytjendaeftirlitið:
Vörðurinn: Name?
Arabi: Osama Bin Laden
Vörðurinn: Sex?
Arabi: yes, three times a day
Vörðurinn: No, male or female?
Arabi: Both, even sometimes with a camel.

Hvað varð um allar svæsnu sögurnar sem gerðust um helgina? Höfðu menn ekkert betraað gera en að leika sér í Lego og skoða barmamyndir?

posted by Hrafnkell | 19:01


mánudagur, nóvember 04, 2002  

Svæsið......hhhmmmmm nei ég get nú ekki sagt það. Var að spila í Boston um helgina, töpuðum 5-2, en ég skoraði mark úr aukaspyrnu. Erum komnir í úrslitakeppni deildarinnar en hún byrjar um næstu helgi. Kom síðan heim seint í gærkvöldi og fór að læra vegna þess að ég er að fara í próf á morgun í Marketing Research. Sem sagt ekkert svæsið hjá mér um helgina. Mamma sagði mér helvíti góðan brandara um helgina. Hér er hann.
Brandari dagsins:Tveir Hafnfirðingar ákváðu að fara á vit ævintýra og flytja til New York. Eina vinnan sem þeim stóð til boða var byggingarvinna í skýjakljúfum borgarinnar. Eini vinnufélagi þeirra var svertingi nokkur. Einn dag vildi svo illa til að hann datt ofan af einu háhýsinu og dó. Vinnueftirlitið kom á staðinn til að skoða slysstað og fá upplýsingar um hinn látna svertingja. Verkstjórinn benti þeim á að tala við Hafnfirðingana tvo þar sem þeir hefðu þekkt hann best. Þeir segja mönnunum að þeir hafi svo sem ekkert þekkt manninn og lítið vita annað en það að hann hafi haft tvö rassgöt. Eftirlitsmaðurinn spurði hissa hvernig í ósköpunum þeir viti það. ,, Jú, sjáðu til, sagði annar Hafnfirðingurinn, við fengum okkur alltaf bjór saman eftir vinnu og alltaf þegar við gengum inn á barinn saman kallaði barþjónninn hátt og snjallt: ,, Hey, here comes the nigger with the two assholes".

posted by Hrafnkell | 17:30
 

Jæja, komiði með sögurnar af helginni. Ekki feimnir. Látið allt flakka. Gerðist ekki eitthvað svæsið hjá ykkur? Svona komiði nú, látið vaða.

posted by Doddi | 00:25