Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


laugardagur, desember 28, 2002  

Jæja þá er þetta seinasta kvöldið mitt hérna í Danmörku. Þetta er búið að vera ótrúlega fínt síðan ég kom hingað á þriðjudaginn, Maður er bara búinn að vera að borða, sofa, borða, lesa og borða ennþá meira. Nei nei maður leit aðeins út á lífið núna á fimmtudaginn þegar ég kíkti á næturklúbb sem að heitir Vega. Þar höfðu víst Travis verið að spila fyrir stuttu síðan en núna voru bara dj-ar en samt helv gaman. Ég flýg heim á morgun klukkan 13:00 þannig að maður ætti að vera kominn heim um fjögur leitið.

Varðandi áramótin þá eru allar líkur á því að það verði hægt að rústa íbúðinni hjá mér og Arnari aftur en það á reyndar eftir að koma betur í ljós. Ég efast nú ekki um að það verði hægt að finna einhvern stað þar sem að maður getur drukkið tollinn allaveganna. En þangað til...

Med venlig hilsener
Steggurinn

posted by Hilmar | 20:22


föstudagur, desember 27, 2002  

Héðan í frá er Hlölli á bannlista sem matur fyrir Hreyfingu, sérstaklega línubátur. Lambafitan vall úr mér og Hlöllasósan gutlaði upp vélindað. Þvílík ömurlegheit. Fólk hélt sér í fjarlægð frá mér. Mikið svakalega er maður líka fljótur að detta úr formi. Hjartað ætlaði að skoppa úr mér þegar ég tók tvíhöfðann og vöðvarnir orðnir stuttir og liðamótin stirð. Hvernig ætli einvöðvinn sé þá orðinn?

Ein hugleiðing um Two Towers: Þegar Saruman var að æsa villimennina upp í að ráðast á býli Róhan-ríkis, þá fannst mér ég sjá Peter Jackson sem einn af villimönnunum. Gæti það passað? Hann lék líka svona smáhlutverk í Fellowship - einhver karl sem stóð úti í rigningunni í Bree.

posted by Doddi | 15:22
 

Ég fór ásamt nokkrum nördanna á Two Towers í gærkvöldi. Um hana er ekkert annað hægt að segja en þetta: Stórkostlegasta bíómynd sem ég hef nokkurntíman séð. Enda unnin úr stórkostlegri sögu. Að vísu var stundum farið hringi í kringum söguþráðinn og fléttum bætt við, en maður fyrirgefur það. Myndin er næstum of góð. Einhverjir gagnrýnendur höfðu haft á orði að entarnir í myndinni (trjáverurnar) væru asnalegir (ar), sérstaklega Treebeard. Ég segi bara hér og nú: Þeir geta troðið þessari gagnrýni upp í rassgatið á sér. Ég gæti dregið betri kvikmyndagagnrýni úr drullupytti. Entarnir voru ótrúlega flottir og alveg eins og ég hafði ímyndað mér í sögunum. Þeir voru mjög ævintýralegir hjá Tolkien, en þannig hafði hann þá bara. Að gera þá eitthvað öðruvísi hefði verið móðgun við minningu hans. Ég komst að því áðan að John Rhys-Davies sem leikur Gimla hafi einnig ljáð Treebeard rödd sína. Ég var einmitt að dáðst að rödd Treebeard í myndinni, en grunaði þó ekki að það hefði verið sami leikari. Gollum var líka snilld. Varla er hægt að trúa því að hann sé tölvugerður - rugl hvað hann er raunverulegur...... Óskars-verðlaun fyrir tæknibrellur strax! Þessi Andy Serkis sem leikur hann á líka heiður skilinn. Já og Hrafnkell, mér þótti tónlistin mjög góð. Sérstaklega tónlistin í Róhan, hún var virkilega falleg. Gríma Ormstunga fannst mér líka meistaralegur, hrikalega undirförull og með slímugan persónuleika en samt ekki um of. Í orrustunni um Hjálmsvirki varð maður steinrunninn af undrun - þvílíkt og annað eins. Ég skil ekki hvernig það er hægt að gera þetta svona flott.

Þetta er mjög löng mynd í mínútum talið, en þó of stutt....... ég myndi endast í heilan dag við að horfa á slíka snilld. Myndin byrjaði kl 23:30 og við vorum komnir heim rétt fyrir klukkan fjögur. En semsagt - fáar myndir sem ég hef séð komast í hálfkvisti við þessa og þá eru allar mínar uppáhalds myndir meðtaldar.

posted by Doddi | 11:01


mánudagur, desember 23, 2002  

Hej Hej

I morgen rejser jeg til Danmark til min mor. Derfor vil jeg sige til alle sammen som jeg kender

Glædileg Jul!!!



Med venlig hilsener

Hilmar a.k.a Steggurinn

posted by Hilmar | 20:54
 

Vegna þess að ég er alveg óheyrilega latur við að skrifa jólakort þá ætla ég bara að nota tækifærið hérna og óska öllum GLEÐILEGRA JÓLA og megi þið eiga ánægjulegar stundir yfir hátíðarnar. Steggurinn fer til Danmerkur á morgun til að halda upp á julen med sin mor óska ég honum góðrar ferðar.
Að lokum vil ég þakka Dodda fyrir lottómiðann sem ekki var nú til lukku, en ég fékk sem sagt EINA tölu rétta á öllum miðanum. Ekki býst ég við að maður fái eitthvað fyrir það.

posted by Hrafnkell | 18:47