Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


föstudagur, febrúar 07, 2003  

NÖRDARNIR Í FÍLING


Him Rav Dúd Pre Rey Beg

posted by Doddi | 10:23


fimmtudagur, febrúar 06, 2003  

Jæja loksins loksins

Jú ég er ennþá á lífi þó að ég hafi ekki skrifað inn á nördana núna í meira en mánuð. Það er bara búið að vera mikið að gera hjá mér seinasta mánuðinn en ég hef þó verið duglegur að kíkja inn á síðuna annað slagið til þessa að lesa ruglið í ykkur hinum og haft gaman af. En stóru fréttirnar eru þær að ég er loksins búinn að setja upp myndasíðu fyrir okkur þar sem að við getum skellt inn öllum þeim myndum sem að teknar verða við nördasamkomur. Slóðin er http://hix.lht.is. Núna eru komnar inn valdar myndir frá innflutningspartýinu hérna hjá mér og Arnari, afmælinu hans Hrafnkels og svo jólunum hjá mér út í Danmörku. Ef að þið eigið einhverjar skemmtilegar myndir þar sem að einhver af nördunum kemur við sögu og þið viljið koma á framfæri hafið þá samband og ég mun koma þeim inn.

enjoy...
HIX

posted by Hilmar | 14:10
 

Ég datt niður á Star-Trek Enterprise í gærkvöldi og horfi að sjálfsögðu á hann, afslappaður með pilsner í hönd. Ég verð að segja að þetta var nú frekar þunnur þrettándi........ þátturinn fjallar um það þegar áhöfn Enterprise dettur niður á plánetu sem er á reiki um hinimgeiminn og er ekki í neinu sólkerfi (svokölluð "rouge planet"). Þar sem engin sól var nálægt plánetunni var þar alltaf nótt og því niðamyrkur alls staðar. En það skrýtna var að samt sem áður var þar þéttur frumskógur með grænum og blómstrandi plöntum. Gaman væri að vita hvernig höfundar höfðu hugsað sér að þær gætu vaxið í öllu þessu myrkri. Nú eins og alltaf voru höfuðmenn Enterprise, kafteinninn og allir vísindastjórarnir, sendir niður fyrstir (hvað hefði gerst ef þeir hefðu drepist?) og fljótlega hittu þeir óþekktar geimverur sem að einhverri óútskýranlegri ástæðu töluðu ensku, meira að segja sín á milli. Nú hörkugræjur voru notaðar - til að sjá í myrkrinu voru notaðir nætursjónaukar sem glóðu eins og jólaseríur, en voru samt lélegri en þeir sem þekkjast í dag. Frábær tækni. Og þrátt fyrir það notuðu þeir vasaljós á sama tíma. Og svo eru það vopnin. Þau minna helst á leikfangabyssur. Það eina sem stendur upp úr í þessum þáttum eru ágætis leikarar og ótrúlega sæt vúlkanagella (she's hot!), en að öðru leyti er þetta ótrúlega þunnt og slappt. Þetta verður nefnilega að vera meira hardcore, það vantar Star-wars og Aliens blæinn í þetta. Eruð þið sammála því?

posted by Doddi | 11:52


miðvikudagur, febrúar 05, 2003  

Jæja, núna er hin árlega hönnunarkeppni véla- og iðnverkfræðinema framundan og nú er margur uppfinningarmaðurinn og nördinn að setja saman einhverja furðuvél sem á að komast yfir þraut ársins. Við Garðar vorum að brillera í hugmyndunum og fórum í dag og rifum tvær ljósritunarvélar í öreyndir til þess að komast yfir varahluti í róbótann okkar. En tíminn er víst of naumur og verðum við því að láta lynda að bíða til næsta árs, enda einnig próf á sama degi. Við kíktum á félaga okkar í rafmagninu sem voru að hamast við að smíða apparat og sýnist mér að þeir hefðu orðið verðugir andstæðingar okkar ef við hefðum haft tíma í þetta. En við hefðum náttúrlega haft þá (ljett hefði Garðar sagt)! Skriðdrekinn okkar átti að vera örtölvustýrður og við vorum búnir að hanna skynjara úr ljósdíóðum og phototransistorum sem nemur muninn á hinum ýmsu litum, en þá átti að nota til að tækið gæti ratað. Djöfull hefði þetta verið gaman. Ég ætlaði síðan að hafa segulbandstæki með kúrekatónlist í drekanum til að skapa stemninguna!

Já Keli, þessir hjá www.fotbolti.net ættu að leggja sig, þetta er eins og lélegur kjaftagangur í Séð og Heyrt. Á þetta ekki að heita fótboltasíða? Mér finnst svona bull ekki eiga við á svona síðu. Þetta kemur manni ekkert við. Mimimimimimi.

posted by Doddi | 17:09
 

Þá er búið að redda öllum okkar vandamálum, tékkiði bara á þessari síðu. Þetta var ekki seinna vænna því ekki er þetta eins létt fyrir okkur nördana að redda sér eins og Eiður Smári.. Reyndar finnst mér þetta mál með Eið ekki okkar mál og ættum við ekki að hlusta á svona, sérstaklega þegar þessi frétt kom frá slúðurblaði í Bretlandi.

Sá að Dísan var komin með myndir inn á síðunni sinni frá sumarbústaðaferð ykkar nú fyrr í vetur. Greinilegt að það var ágætisstuð þar á bæ.

posted by Hrafnkell | 14:09


mánudagur, febrúar 03, 2003  

Skautadrottningin Reynir sökk eins og steinn í Hafravatni

Ísinn brotnaði undan skautadrottningunni Reyni Örnu Jóhannesdóttur þegar hún var við skautaæfingar á Hafravatni í gærkvöldi. Íbúi í grenndinni, Frosti Alkulson, heyrði óhljóð og hávaða og hljóp að vatninu til að sjá hvað væri um að vera: "Ég heyrði píkuskræki og óhljóð og hljóp eins og skrattinn væri á hælunum á mér niður að vatninu. Ég sá þá vök í ísnum og fór að skoða hvort ég sæi einhvern undir honum. Skyndilega sá ég karlmannlega og skeggjaða konu syndandi þar undir. Hún var fáklædd og synti fram og tilbaka eins og froskur. Hún virtist vera að reyna finna leið undan ísnum. Ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð, þetta var eins og illræmt lögregluríki." Reynir sökk síðan eins og steinn og náðist ekki á land fyrr en um hádegi í dag. Sem betur fer var hafði líkami hennar kólnað það mikið að hún þoldi súrefnisskortinn. Læknum tókst að hita hana upp og lífga hana við í dag og er hún algjörlega ósködduð. Hún mun keppa fyrir hönd Íslands á næstu ó-ólympíuleikum.


Frosti við vökina þar sem hún Reynir fór niður

posted by Doddi | 16:07