fimmtudagur, mars 13, 2003
Ófögur sjón blasir við á www.mbl.is:
Ég veit ekki með ykkur, en þessi sjón hryggir mig aðeins. En það er víst eðli mannsins að umbreyta náttúrunni til síns hagnaðar, á kostnað hennar sjálfrar. Þannig mun það verða þar til maðurinn hefur þróast yfir skemmdarvargsstigið. Því miður er ansi langt í það.
posted by Doddi |
22:06
miðvikudagur, mars 12, 2003
Ferðasaga
Fimmtudagur Eins og þið vitið þá lögðu ég, Reynir og Maggi upp í ferð til Danmerkur núna á fimmtudaginn í þeim tilgangi að skoða menningu og þær listir sem að Kaupmannahöfn hefur upp á að bjóða. Ferðin byrjaði dálaglega þegar Reynir var farinn að drekka tvöfaldan vodka í flugvélinni og láta heldur dólgslega við flugfreyjurnar. Ég og Maggi reyndum að leiða þetta hjá okkur þar sem að við vorum að hlusta á live upptöku frá tónleikum Backstreet Boys frá því seinasta sumar. Fyrir framan okkur í flugvélinni sátu tveir mest pirrandi Brids spilarar sem að ég hef hitt og fóru þeir að taka Reyni fram í dólgslátunum þegar líða tók á ferðina. Með þeim var 250 kg kvenmaður sem að þurfti að fara á klósettið í gríð og erg og í hvert skipti klifraði hún yfir brids spilarana þannig að stólbökin hjá okkur voru við það að brotna undan álaginu. Við létum nú ekki pirrandi flugferð fara í taugarnar á okkur og róuðumst heldur niður eftir lendingu þegar ljúfir tónar Brian Adams hljómuðu í flugvélinni í panflautuútgáfu. Eftir að við höfðum komið okkur fyrir heima hjá mömmu og fengið góðan mat að borða með bjór, rauðvíni og góðum skammti af Gammel Dansk var haldið niður í bæ þar sem að við hittum gamlan skólafélaga sem að heitir Jónas. Með honum fórum við á stað sem að heitir Out of Juice þar sem að hægt er að kaupa bakka með 20 vodkastaupum blönduðum ískurli. Við slátruðum auðvitað einum bakka ásamt einum bjór til og héldum síðan á stað sem að heitir Australian Bar. Þar var hægt að kaupa bjór og skot á 10 kr danskar og var það óspart nýtt sér, meira þó af sumum enda voru góðir taktar farnir að kræla á sér á dansgólfinu.
Föstudagur Á föstudeginum náðum við að drattast fram úr rúminu og vera komnir út um eitt leytið og var þá haldið beinsutu leið niður á Strik til þess að versla. Það gekk svona upp og ofan og versluðu sumir meira en aðrir. Um kvöldið var farið út að borða á Tyrkneskum veitingastað sem að heitir Ankara og kom hún Agla vinkona Reynis með okkur. Maturinn var ágætur þó að þjónustan hefði mátt vera betri en þeir seldu þó allaveganna bjór og var hann teigaður óspart. Síðan var haldið niður í bæ á stað sem að kallast Klaptræet og drukkinn bjór og dansað frameftir kvöldi og sáust enn betri taktar á dansgólfinu heldur en kvöldið áður.
Laugardagur Á laugardeginum eftir var frekar erfitt að vakna og vorum við komnir út um tvö leytið í þeim tilgangi að versla. Á leiðinni heim pöntuðum við borð á Bryggeriet sem að er frábær staður beint fyrir framan tívolíið. Um kvöldið fórum við síðan þangað og var Agla með í för. Í matnum var haldin bjórþambskeppni með eins lítra bjórglösum og verð ég að viðurkenna að ég tapaði og fékk viðurnefnið "Kelling kvöldsins". Ég var þó fyrstur að klára matinn en fékk ekkert fyrir það. Eftir matinn var haldið á lestarstöðina þar sem að við hittum kunningja minn sem að heitir Tryggvi Nielsen ásamt föruneyti hans. Hann var búinn að bjóða okkur með í afmælispartý hjá dönskum vini sínum þar sem að hægt var að kaupa 10 hálfs lítra bjóra á 100 kr danskar. Þegar þangað var komið féllum við eiginlega í stafi þar sem að maður hefur sjaldan séð eins mikið samansafn af fallegu fólki á sama staðnum. Við vorum þó fljótir að jafna okkur eftir fimmta bjórinn og var dansað þarna fram eftir nóttu og skemmt sér vel. Á dansgólfinu sáust einhverjir ótrúlegustu taktar sem að hafa sést lengi og verða þeir í minnum hafðir.
Sunnudagur Erfiðast var að vakna á sunnudeginum en tókst það þó að lokum þar sem að við vorum á leiðinni í gönguferð með Gulla (maðurinn hennar mömmu) um Kaupmannahöfn. Hann tekur sem sagt að sér hópa og fer með þá á söguslóðir Íslendinga í Kaupmannahöfn. Við skemmtum okkur vel í göngunni ásamt 20 manna hópi frá Plastprent og vorum fljótir að hressast. Um kvöldið var síðan farið út að borða á Hereford sem að er einn besti steikarstaður sem hægt er að fara á. Við matinn sló Reynir í gegn með bröndurum og yfirlýsingum um það að hann ætlaði að ganga í munkaklaustur út í danmörku. Eftir matinn tókum við því bara rólega og röltum niður strikið og fengum okkur einn kaldann á Hviids Vidstue sem að er háflgerður íslendingabar þarna úti og sem dæmi má nefna drakk hann Jónas Hallgrímsson sinn seinasta bjór þarna áður enn hann fór heim og datt niður stigann þar og drapst.
Mánudagur Vaknað snemma eftir frábæra ferð og sofið mestalla leiðina í flugvélinni á leiðinni heim.
Hægt er að skoða einhverjar myndir á hix.lht.is en ég var frekar latur við að taka myndir. Maggi tók þó fleiri myndir og læt ég þær inn strax og ég fæ þær hjá honum.
posted by Hilmar |
18:27
Til að einhver taki áskorun Dodda þá er mín svona:
Hjálp, ég er samkynhneigður en ég vil ekki vera það lengur. Er einhver stúlka til í að afhomma mig?
p.s hvernig er það, á ekkert að segja frá Danmerkurferðinni strákar?
posted by Hrafnkell |
04:11