Var að klára að horfa á Houston Rockets taka á móti LA Lakers. Náttúrulega var aðal keppnin milli Yao Ming og SHAQ. Í stuttu máli...Shaq flengdi Yao á berann bossann allann leikinn. Hann tróð svona tíu sinnum yfir Yao og var enginn fyrirstaða fyrir tröllið. Leikurinn var hin besta skemmtun og réðst úrslitin á síðustu sek og að ég tók hann upp fyrir þig Hilmar ;)
Eins og kemur fyrir um helgar ákváðum ég og Guðfinna að kíkja aðeins í bæinn og fara að versla. Þegar við vorum búin að kíkja í nokkrar búðir sjáum við mann um fimmtugt með derhúfu og sítt að aftan sem strunsar fram úr okkur og stuttu síðar kemur konan hans á eftir. Hann var greinilega í einhverri fýlu útí eiginkonuna, og við Guðfinna urðum náttúrulega forvitin hvað myndi gerast og ákveðum við að elta parið. Þar heldur hann áfram í gegnum alla kringluna sem við vorum í, þar til hann er kominn að leiðarenda. Þá tekur hann stóra U-beygju og snýr við ......og konan náttúrulega á eftir eins og þau væru í "Þrautakóng". Við nenntum ekki að elta þau lengur og héldum áfram að versla. Svona klukkutíma síðar förum við úr kringlunni og inní bókabúð sem var rétt hjá. Og hverja sjáum við þar...enga aðra en eiginkonuna standandi í stiga skimandi í allar áttir, leitandi að kallinum. Ég ætlaði ekki að verða eldri. Að fimmtugur maður sem er í fýlu,ákveður að labba út um allt og fela sig fyrir kellingunni. Hvernig væri að fara bara heim og ræða málin þar í staðinn fyrir að gera sig að fífli niður í bæ. Svona er USA í dag.
P.s Sáuð þið gaurinn á Óskarnum sem hraunaði yfir Bush? Algjör snillingur, haha þetta var pottþétt hápunktur kvöldsins.
posted by Hrafnkell |
23:13