laugardagur, apríl 19, 2003
Pæling laugardagskvöldsins:
Eru Hraun og Æði frá Góu í grunnatriðum sami hluturinn? Mig grunar að þessar sælgætistegundir séu báðar úr sama kexinu að innan. Í Hrauns-tilfellinu hefur kexið verið húðað með súkkúlaði og hrís, en í Æðis-tilfellinu hefur kókós verið stráð utan á. Því má segja að grunnkexið í þessu tilfelli sé í tveimur mismunandi formum eða ástöndum. Þá vaknar óhjákvæmilega ný pæling, sem er eftirfarandi: Florída frá Góu er sama grunnkexið sem húðað hefur verið með hrís og súkkulaði og kókós síðan stráð ofan á að auki. Florída hefur semsagt bæði eiginleika Hrauns og Æðis. Því má segja að Florída sé í raun Hraun og Æði á sama tíma. Fyrirbæri þetta nefnist samantekt (superposition) og er mikilvægt hugtak í skammtafræði. Það er gott að geta gripið í skammtafræðina þegar maður vill lýsa hlutum eins og súkkulaði frá Góu. En það breytir reyndar ekki þeirri staðreynd að mér finnst Æðið langbest af þessu þrennu, eða ætti ég að segja tvennu?
posted by Doddi |
22:59
fimmtudagur, apríl 17, 2003
Brandari daxins
A guy in a mask bursts into a sperm bank with a shotgun. "Open the fucking safe!" he yells at the woman behind the counter.
"But we're not a real bank," she replies, "we don't have any money, this is a sperm bank."
"Don't fucking argue, open the fucking safe or I'll blow your head off!" says the guy with the gun. She obliges and once she's opened the safe door the guy says, "Take out one of the bottles and drink it."
"But it's full of sperm!' she replies nervously.
"Don't argue, just drink it' he says. She pries the cap off and gulps it down."
"Take out another one and drink it, too!" he demands. She takes out another and drinks it as well. Suddenly the guy pulls off the mask and to the woman's amazement it's her husband!
"There!" he says, "it's not that fucking difficult is it?!"
posted by Hrafnkell |
22:16
miðvikudagur, apríl 16, 2003
Raveninn ætti að kíkja á þennan hlekk:
þriðjudagur, apríl 15, 2003
Svalasti skiptinemi í USA
Hrafnkell Helgason, nemandi í Bandaríkjunum, stal húsbíl í gærkvöldi í Chester borg í Vermont fylki nálægt Kanada. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum nördafrétta ætlaði hann að nota bílinn til að sækja Hilmar Steinþórsson þegar hann kemur í meinta heimsókn um næstu helgi og stunda í bílnum með honum ástarleiki. Er Hrafnkell var að keyra eftir hraðbraut á leiðinni heim með bílinn stillti hann á "cruise control", og það með hörmulegum afleiðingum. Eftir að hann hafði sett það í gang og stillt hraðann á sjötíu mílur á klukkustund, stóð hann upp og gekk aftur í bílinn og lagðist í koju, en hann hugðist taka sér smá lúr á leiðinni heim. Bíllinn fór yfir á öfugan vegarhelming og valtaði þar yfir þrjá smábíla og fjögur mótorhjól og endaði á limmósínu sem George W. Bush Bandaríkjaforseti var farþegi í. Bush pressaðist inn í skólptank húsbílsins og nota þurfti klippur til að ná honum út. Hrafnkell meiddist ekki við óhappið en tíu lögreglumenn meddust í klofi er þeir reyndu að yfirbuga Hrafnkel, sem notaði íslenska glímu óspart gegn þeim.
Hversu heimskt er þetta? Á skalanum 1-10, þá gef ég þessu Bush+
posted by Doddi |
20:25Heimskasti maður USA
Bandarískur maður stal bíl til að sækja konu sína sem átti að sleppa úr fangelsi seinna um daginn. Til að kóróna þetta lagði hann í bílastæði fatlaðra sem varð til þess að lögregla kom að honum til þess að tala við hann. Eftir að lögregla tékkaði á skráningu og þess háttar kom í ljós að bílinn var stolinn og varð þess valdandi að maðurinn var handtekinn. Sem sagt konan fór út, karlinn inn.
Hversu heimskt er þetta? Á skalanum 1-10, þá gef ég þessu 10.
Á föstudaginn munu hrafninn og steggurinn fljúga til Boston og hittast eftir 3ja mánaða fjarveru. Planið í Boston er ekki ákveðið fyrir utan það að Cheers verður heimsóttur sem auðvitað allir þekkja úr sjónvarpinu (Where everybody knows your name......) og munum við Hilmar verða það þekktir á barnum að Norm mun ekki eiga séns í okkur. Um leið og við munum stíga inn segjum við " Hey everybody" og þá kalla allir "Keli and Himmi" enda verðum við búnir að hanga þar alla dagana, og setjumst náttúrulega á hornstólinn sem Norm var vanur að planta sér. Því miður er barinn ekki eins og var í þáttunum en það verður að hafa það.