Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


miðvikudagur, apríl 23, 2003  

Nokkur atriði sem ég vil bæta við útilegulistann:

13. Bíta gras. Liggja svo í makindum á eftir og jórtra.

14. Fara í prímtöludrykkjuleik. Nefna næstu prímtölu annars á að drekka jafnmarga sopa og síðasta prímtala, ef sopar búnir þá bíta gras.

15. Spila Dungeons&Dragons og leyfa stelpunum að prófa að "taka dæsroll á sník og hæd með vondæten bónus á hædskillið vegna óverkast kláds."

16. Finna ofur-Benna og lemja hann með gítar (Hilmar og Keli þið vitið um hvað þetta snýst)

17. Bryðja snakk þegar allir eru farnir að sofa og halda vöku fyrir hinum (Himmi, Keli, you know why)

18. Velta sér upp úr dögginni, á réttan hátt!

19. Henda meira af sorpi niður til Tryggva. Kalla á landeigandann og sýna honum hvað Tryggvi hefur sóðað mikið til.

20. Veiða silung........ í soðið?? Ónei. Setja hann í tjaldið hjá stelpunum.

Viðbætur:

21. Grilla Reyni á teini. Það er alltaf jafn gaman í útilegum (þökkum Kela fyrir innleggið!)

22. Pakka einhverjum inn í klósettpappír með tilheyrandi skrækjum og látum þegar H&H reyna að sofa eða gera eitthvað annað í tjöldunum sínum (Leiðrétting: Þökkum Þorbjörgu og Þórólfi fyrir uppfinningarsemina!)....... ps. hvaða múmíuárátta er þetta?

23. Grilla inni í kúlutjaldi...... mmmmm grill-lyktin er svo góð........ vááá hvað mér líður undarlega....... mmmmm, mónoxíð........... zzzzzzzzzzzzzz.........

24. Vefja mosa inn í drum og gefa Hödda. Sjá hvernig svörunin verður. Kannski fáum við þá eitthvað heimspekilegt út úr honum.

25. Fá gambra hjá næsta bónda og detta almennilega í það. Tréspíri myndi líka virka vel.

posted by Doddi | 18:24


þriðjudagur, apríl 22, 2003  

Sumareftirvænting

Núna þessa dagana er ég eins og margir eflaust vita á kafi í verkefnavinnu og próflestri. Helst vildi ég sleppa því að sofa til að koma öllu í verk. Núna áðan stóð ég hins vegar upp frá bókunum og dreif mig á Select og fékk mér nætursnarl, þ.e. hamborgarapullu (já hamborgarapullu - hún minnir helst á hundaskít í útliti) og vínarpullu í þokkabót. Þegar ég gekk út í svalt, kyrrlátt og yndislega friðsælt næturloftið flaug strax í gegnum höfuðið á mér hversu frábært það á eftir að verða á þessu sumri sem er framundan. Ég fór að hugsa um útilegurnar sem bíða okkar með öllu tilheyrandi fjöri, fíflagangi og öldrykkju, og svo má ekki gleyma rómantíkinni ;). Mig langar að koma með nokkrar snemmbúnar uppástungur um hvað væri hægt að gera í slíkri útilegu til að hún yrði sem eftirminnilegust:

1. Tjaldbúðir og "kommúnutjald". Síðasta sumar fór ég í mjög svo góða afmælisveislu hjá vini hans pabba honum Frímanni, sem eins og margir vita er pabbi hennar Rebekku okkar villikisa, hvæs :) :). Nú fyrir utan frábæran mexíkómat og mjög svo skemmtilega leiki þá var þarna svo skemmtilegt tjald úti í garði. Þetta var svona ferhyrningslaga garðtjald sem mér skilst að hafi verið mjög ódýrt og hagkvæmt, bara örfáir þúsundkallar. Þarna sátu menn í makindum við bjórbalann með ölið sitt og furðueyru á hausnum. Af hverju ekki að slá saman í nokkur svona tjöld, raða þeim saman í hring (inngangar saman) og hafa þar skemmtilega aðstöðu fyrir skrípalæti, hommastæla, slagsmál, tvinntölureikninga, bjórþamb eða hvað sem það nú er sem fer fram í góðum nördaútilegum?

2. Sofa undir berum himni. Taka með sér góðan svefnpoka og hlýja peysu og síðbuxur og hafa það skyldu eina nóttina að sofa undir berum himni. Það er nokkuð sem mig hefur alltaf langað til að prófa. Vakna t.d. við það að lóa driti í andlitið á manni eða könguló skríði inn í... nei nei ég sagði svona.

3. Kveikja varðeld, dreifa úr glóðunum og ganga svo á þeim.

4. Sofa ofan í læk. Tryggja þarf að hausinn sé upp úr.

5. Lóga lóu og grilla hana.

6. Henda Tryggva ofan í hraunsprungu. Hægt væri að nota sömu sprungu undir t.d. matarleifar.

7. Færa til kamar og setja kommúnutjaldið yfir holuna í staðinn (fyrir Begga).

8. Ég gæti t.d. drepist við varðeldinn og dottið með hausinn ofan í eldinn.

9. Henda Reyni inn í tjald með nöktum kvenmanni og loka.

10. Henda Hilmari inn í tjald með nöktum karlmanni og loka.

11. Henda Sigga súra inn í tjald með nöktu dýri og loka.

12. Fylla fótbolta af hrauni og láta Kela sparka í hann, eða kasta honum jafnvel til hans og láta hann skalla.

En mér finndist lágmark að við reyndum a.m.k. að útfæra atriði 1 og 2, hvað finnst ykkur?

posted by Doddi | 05:47