Það gekk mikið á hjá okkur í gær. Ég fékk um daginn gamla þvottavél sem ég kom fyrir í litla eldhúsinu mínu niðri í kjallara. Vélin heitir Sparmeister 800, og er dálítið sérstök í útliti. Ég tengdi hana, prófaði einn þvott og allt virtist í góðu lagi. Ég henti þá fötum í hana og setti í gang og allt virtist líka í lagi........ þangað til ég fór út og skildi hana eina eftir, skömmina þá arna. Þegar ég kom heim aftur var eldhúsið nánast í rúst. Hanna og Skúli komu hlaupandi á móti mér og sögðu að þvottavélin hefði allt í einu tryllst. Skúli var að fá sér seríós uppi og Hanna að svæfa krakkana þegar húsið nötraði allt í einu og skalf eins og Suðurlandsskjálfti væri hafinn. Þau hlupu bæði niður og mættu þar þvottavélinni þar sem hún kastaðist fram og aftur á miðju eldhúsgólfinu eins og stjórnlaus þyrla, brjótandi og bramlandi allt sem í vegi hennar varð. Glös, krukkur og kryddstaukar köstuðust úr hillunum og brotnuðu á gólfinu. Hanna reyndi að slökkva á henni en fann engan rofa og þvottavélin hleypti henni ekki fram hjá sér til að taka snúruna úr sambandi. Hanna hjóp því upp og sló út rafmagninu á kjallaranum. Skúli sagði að vélin hefði þá stöðvast hægt og rólega, eins og nýlent herþyrla í bíómynd sem er að slökkva á sér: "BBÍÍÍÍÍÍÍÚÚÚÚÚÚúúúúúúúú... úúú.. ú ú pamm pamm pamm..... pamm." Það rauk aðeins úr henni og hitalykt var í húsinu, en annars virðist hún vera í lagi. Sparmeister 800 , þvottavél sem þvær með stæl!
Geitungar
Þar er sannkölluð geitungaparadís í Heiðarásnum núna. Í kringum húsið eru 2-3 bú og öll orðinn talsvert stór. Við Skúli lentum illa í þeim í gær þegar Skúli fór að atast í einu búinu með priki. Geitungarnir brjáluðust og réðust á okkur með miklu meiri hörku en við áttum von á, stungu Skúla og eltu okkur alla leið inn í stofu. Við hlupum um allt hús með tvö kvikindin á eftir okkur og að lokum læsti ég mig inni á baði. Þegar ég heyrði svo suð þar inni líka og sá þá skríðandi á bolnum mínum var mér nóg boðið. Ég reif mig úr fötunum og æddi út um bakdyrnar þar sem ég var loksins sloppinn. En ég var algjörlega óstunginn - man I´m good!
Semsagt, fjörugur dagur í Heiðarásnum í gær.
posted by Doddi |
12:25Stöngin inn
Við Fylkismenn vorum að spila við Framara á Laugardalsvellinum fyrir tveimur dögum og unnum við auðveldlega sigur 2-1 þar sem við slöppuðum af þar til 6 mín voru eftir og skoruðum tvö mörk. Það gekk eitthvað erfiðlega að skora, enda vorum við búnir að klúðra víti og brenna af dauðafærum en sem betur fer kom þetta loksins í lokin. Það ótrulega atvik átti sér stað í fyrra marki okkar að ég hafði ekki hugmynd um að við skoruðum. Finnur Kolbeinsson fyrirliði okkar manna tekur skot á markið sem ég ætlaði að fylgja eftir en það tekst ekki betur upp en að markvörðurinn hendir sér á mig, klemmir mig milli sín og stangarinnar, kýlir mig óvart í framan, hausinn lendir á stönginni og á endanum lendir hann ofan á mér og braut næstum því bakið á mér. Þar lá ég dágóða stund meðan hinir fögnuðu markinu vel og innilega. Ég býst við að hafa dottið aðeins út því að ég hafði ekki hugmynd um að við skoruðum enda heyrði ég ekki mikinn fögnuð (enda rotaður).
Fyrir þá sem spila fótbolta..........ekki fleygja ykkur á stöngina með hausinn á undan. Að skora stöngin inn með BOLTA er miklu skemmtilegra!!!!
posted by Hrafnkell |
12:03
þriðjudagur, júlí 15, 2003
The Dead Dog
There was a lady, who had a dog that she loved, and he followed her everywhere. One morning she woke up, went to the bathroom, came out, and realized that her dog wasn't at her feet. She found him in his bed ''sleeping''. She called his name, but he didn't get up. So she took him to the vet and told the vet that her dog wouldn't wake up. So he looked at her dog and said, ''Your dog is dead''. She asked the doctor to perform another test to be sure.
The doctor went into another room, and came back with a cage. In it there was a cat. He let the cat out, and she walked arund the dog, sniffed, and went back in her cage. The doc put the cat back in the other room. He came out and said again, ''Your dog is dead''.
She was like ''Ok, how much do I owe you?''
The doctor said ''$300''
She said, ''What!?!? How could it cost that much??''
He said ''$15 for me to say he was dead. Then $285 for the cat scan''
posted by Doddi |
16:43