Þangað til í gær hef ég haldið að það að taka strætó væri það einfaldasta sem til væri og allir kynnu að gera. En þó fékk ég að heyra sögu sem breytti þeirri skoðun. Haukur Ingi Guðnason, félagi minn í Fylki er úr Keflavík og þar eru engir strætóar á götunum enda bara súkkulaðitöffarar á glæsikerrum rúntandi um þar í bæ. En allaveganna.......þá er fyynefndur Haukur í vandræðum með að komast í vinnuna því kærastan er á bílnum og því ákveður hann að taka strætó. Þegar hann er búinn að tékka á hvenær strætóinn fer og svona mætir hann með 500 kall í strætó og segir: " Ég ætla að fá miða fyrir einn " og etthvað var skrítinn svipurinn á bílstjóranum enda fær hann ekki oft svona vitleysing til sín. Algjör snilld.........en ætli maður verði ekki að gefa honum séns fyrst hann er úr Keflavík.
posted by Hrafnkell |
23:59
miðvikudagur, júlí 23, 2003
Á spítalanum
Á Landsspítalanum-Háskólasjúkrahúsi (arg þetta er langt nafn), lá Ameríkani nokkur að jafna sig eftir slys. Hann lá á gjörgæslu með súrefnisgrímu fyrir andlitinu og virtist nokkuð órólegur, því hann var bæði hvítur og sveittur í framan og sjá mátti áhyggjur skína úr augum hans. Ung og óreynd hjúkka var mætt til hans til að þvo honum í framan. Ameríkaninn greip um höndina á henni, leit á hana og muldraði undan súrefnisgrímunni: ".........arhhe... are mhy tehhsticles black?" Það kom smá fát á hjúkkuna en hún sagði að lokum: "I´m sorry, I don´t know anything about that. I´m just here to wash your face and hands." Ameríkaninn virtist vonsvikinn, lagðist aftur og horfði upp í loftið. Þegar hjúkkan hafði stumrað yfir honum um nokkurt skeið greip kaninn aftur í hana og muldraði undan grímunni: "......Are mhy testicles blackhh?" - "I´m very sorry, I don´t know anything about that. I just came to wash your face and hands. You´ll have to ask the doctor", segir hún og fer.
Nokkru síðar gengur eldri og reyndari hjúkka fram hjá stofunni og tekur eftir því að Ameríkaninn virðist eitthvað órólegur. Hún gengur því til hans og kíkir á hann. Hann segir um leið undan grímunni: "hhhhh Areh my testicles blackhh?). Hjúkkan hafði heyrt af þessum spurningum hans frá hinni hjúkkunni og eins reynd og þorin sem hún var þá svipti hún sænginni af honum. Hún girti niður um hann samstundis, lyfti upp kallinum og greip um punginn á honum. Eftir að hafa sannfært sig um að eystun væru hvít sagði hún: "No. They are completely white." Ameríkaninn starði á hana smá stund skelfdum augum, en tók síðan súrefnisgrímuna af sér og sagði óstyrkri röddu: "Are my test results back?"
posted by Doddi |
09:04
mánudagur, júlí 21, 2003
Köngulóarmaðurinn
Ég kom við í lúgusjoppu í morgun í Ártúnsbrekku, skrúfaði niður rúðuna og bauð afgreiðslustúlkuna góðan daginn. Hún bauð góðan daginn á móti og bætti síðan við hlæjandi: "Það er köngulóarvefur í glugganum hjá þér". Þá fór ég að horfa betur, fókusaði á svæðið þar sem gluggagatið er og viti menn; yfir næstum allt gluggagatið var stærðarinnar köngulóarvefur og ágætis köngulóarhlussa í miðjunni. Vefurinn hafði greinilega ekkert skemmst við að skrúfa niður rúðuna, þar sem hann var festur í rammann en ekki á rúðuna sjálfa. "Notarðu bílinn svona lítið?" spurði stelpan. Ég varð hálf vandræðalegur og kvað við að það væri allt morandi í þessum kvikindum heima hjá mér. Ég pantaði svo samloku og kók og hún spurði brosandi: "Eitthvað fyrir vinkonu þína líka?" Ég hló bara og byrjaði að hreinsa vefinn í burtu með prins-póló bréfi. "Gafstu henni prins-póló?"
En þannig er nú ástandið í Heiðarásnum. Þar er ekki einungis allt morandi í geitungum og fluguplága til staðar, húsið er þakið köngulóarvefjum. Ég gerði tilraun til að telja þá um daginn en gafst upp í 40. Köngulærnar eru stórar, spikfeitar og mjög svo vígalegar að sjá. Um daginn var ég að henda út fiskiflugu sem var að trufla mig og pirra við lesturinn og ákvað að koma með smá sýningu fyrir krakkana. Ég beindi krukkunni og lét hana fljúga í einn köngulóarvefinn - hún festist þar og á broti úr sekúndu var köngulóin kominn og búin að læsa sér í bráðina. Mjög gaman að horfa á. Köngulær eru snilldardýr. Þær halda flugunum í skefjum og það gerir mig ánægðan. Ef einhver er á móti þeim þá má hann hundur heita.
posted by Doddi |
12:20