Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


laugardagur, ágúst 23, 2003  

Jarðskjálfti

Ég hrökk upp frá bókunum fyrir þremur mínútum síðan við jarðskálfta, þetta voru tveir snöggir kippir sem vörðu í um hálfa sekúndu hvor. Í fyrsta kippinum var ég ekki viss um hvað væri að gerast, en þegar ég sá gardínurnar hreyfast taktfast fram og tilbaka og þegar ég fann fyrir seinni kippinum var ég alveg viss. Nokkuð skondið, á sama tíma heyrði ég í fugli flúga úr trjánum í garðinum með tísti og látum - hann hefur sennilega orðið skelkaður við skálftann. Hvað ætli sé að krauma niðri í jarðskorpunni núna?

posted by Doddi | 02:08


fimmtudagur, ágúst 21, 2003  

Jæja, nú fer vetrarvertíðin að hefjast og örugglega fer brátt að verða líflegra á síðunni okkar í kjölfarið. Eins og flestir vita þá er ég í próflestri þessa dagana og sit oft inni á safni ásamt Garðari, Elmari og Nirði. Nú til að létta okkur lesturinn og losa um spennu höfum við Garðar tekið upp á því að kveðast á stöku sinnum, krota niður rímu og henda á borðið hjá hinum. Flestar rímurnar eru einhvers konar flimtingar eða spott gagnvart hinum og hér eru nokkur dæmi um kveðskapinn:

Doddi byrjar:

Garðar greyið þykir ekki,
sérstaklega vitur
Þó hann gáfumennin þekki,
þá er hann alltaf bitur

Svar Garðars:

Enginn skyldi þessu gleyma,
er Doddi fór að læra
Hann efnið ætlaði að eyma,
en gleymdi heilann að næra

mótsvar Dodda (sama rím og síðasta):

Garðar vildi ei orðin geyma,
og Dodda vildi særa
Um ljóðasnilld hann lét sig dreyma,
en samdi vísu glæra

Garðar:

Ef ekki Doddi væri hér,
þá gaman væri að læra
En ef hann væri stærri þætti mér,
gaman hann að særa

Doddi:

Oft á tíðum finnst mér Garðar,
vera heldur léttur
Bullið hans það helst þann varðar,
sem með ráði ekki er réttur

Garðar:

Grætur sá er hryggur er,
situr úti á kanti
Vonandi að hann fer,
að halda aumum tranti

Doddi:

Garðar þessi þrykkir í haus,
þungri rafeindatækni
Brátt hann heitir skrúfulaus,
hjá geðsjúkdómalækni

Ekki hefur borist mótsvar frá Garðari ennþá, en búast má við því von bráðar.

Hér eru tvö önnur út í loftið (Doddi):

Stútfullur af lofti er,
get ei hætt að freta
Bráðum ég í prófið fer,
sem fjallar um nóra og feta

Loft er þungt í bókahímu,
í rænulausri vímu
Betra væri í svona rímu,
að hafa ferskloftsgrímu

Bið að heilsa ykkur í bili

posted by Doddi | 18:20