fimmtudagur, september 04, 2003
Góðir hálsar
Hægt er að kíkja á viðtal við mig sem tekið var á knattspyrnuvefnum www.fotbolti.net þar sem ég sýni á mér "hina hliðina". Þeir sem vilja kynna sér hina hliðina á mér geta nálgast þetta akkurat hérna
posted by Hrafnkell |
15:41
miðvikudagur, september 03, 2003
Dularfulla rafmagnsleysið
Í kvöld eftir mat þurfti ég að fara upp á Geitháls fyrir Landsvirkjun og setja í gang mælingar, sem ég ætla ekki að fara nánar út í. Fyrir þá sem ekki vita þá er Geitháls tengivirki skammt austan við Reykjavík, ekki langt frá Hafravatni og tekur tæplega tíu mínútur að keyra þangað frá bænum. Þegar ég kom á staðinn voru ljósaskipti og sólin að því komin að setjast einhvers staðar á bak við rigninguna. Ekki einn einasti maður var á staðnum og ekkert hljóð að heyra nema einmanalegt suðið í háspennulínunum sem þarna mætast úr hinum ýmsu áttum. Ég vissi nákvæmlega hvað ég þurfti að gera og vildi helst ná að ljúka því af áður en myrkrið skylli á og hafðist því handa strax. Þegar líða tók á verkið komst ég að því að samstarfsmaður minn hafði gefið mér rangar upplýsingar um krítískt atriði og tafðist því verkið talsvert. Ég var með hin ýmsu rafmagnstæki með mér, meðal annars tvo gemsa og þráðlausan síma sem þarna er geymdur, en hann varð fljótlega rafmagnslaus og ónothæfur. Þar sem ég þurfti að hafa vaktmann á móti mér greip ég því vinnugemsann og hélt áfram samtalinu. Fljótlega fór hann að tísta og eftir nokkrar seinni hringingar dó hann líka. Það var þá sem stafræna myndavélin dó, eftir að ég hafði tekið 4-5 myndir á hana (út af handbók sem ég er að gera). Stuttu seinna dó spennufjölmælirinn minn. Þá var ég farinn að verða frekar undrandi. Þegar ég hringdi síðan úr gemsanum mínum lifði hann í u.þ.b. hálfa mínútu en dó síðan. Ferðasveiflusjáin sem ég hafði tekið með mér var líka orðin líflaus. Það var um þetta leyti sem myrkrið var skollið á uppi á Geithálsi. Ég get ekki sagt að mér hafi liðið mjög vel. Ímyndunaraflið fór á flug og mér fannst ég sjá hreyfingu einhvers staðar og heyrði keim af einkennilegum hljóðum. Sem betur fer er þarna góð lýsing og sem betur fer þurfti ég ekki að fara niður í kjallarann þarna, sem mér hefur alltaf fundist frekar ónotalegur.
Geitháls er ágætis staður og þar hefur mér alltaf liðið ágætlega. En þegar myrkrið er skollið á og maður er þarna einn breytist hugarástandið talsvert. Bíllinn var sem betur fer ekki orðinn rafmagnslaus og náði ég því að forða mér, en hver veit hvað hefði gerst ef ég væri ekki ný búinn að skipta um alternatorinn í honum........ þá hefði rafmagnsdraugurinn náð mér.
posted by Doddi |
00:31
þriðjudagur, september 02, 2003
Jæja mínir kæru nördar, sveitalubbar og gestir, hin mikla gáta er ráðin og það er hann Sigurgeir sem á kollgátuna! Hann hefur því unnið sér inn stóran bjór og tvö staup frá mér næst þegar leiðir okkar skarast í partíi eða á skemmtistað. Óskum honum til hamingju með það! Einnig hefur hann unnið sér inn titilinn "sveitalubbavinur nördanna" fyrir að vita svarið við slíkri gátu, því einungis þeir sem hafa verið í sveit eða þeir sem eru eldri en fertugt virðast vita svarið við henni. Þar sem Sigurgeir er ekki eldri en fertugt þá hlýtur hann að hafa verið í sveit! Hreistimenni mikið er hann fyrir að vita þetta svar.
En ég veit að þið hafið öll iðað í skinninu yfir því að fá að vita meira um þessi dularfullu merki okkar. Hérna er því listi yfir heiti allra merkjanna, og vona ég að þið hafið af honum eitthvert gagn og nokkurt gaman:
mánudagur, september 01, 2003
Ands.. helv... djof.... jaeja thad thydir vist litid annad en ad oska KR-ingum til hamingju med 24. islandsmeistaratitilinn og verdur ad segja eins og er ad their eiga hann skilid eins og their hafa verid ad spila. Tha er vist ekkert annad eftir handa Fylki en ad reyna ad halda hofdi og tryggja ser 2. saetid.
Ithrottanordid mun sem sagt drekkja sorgum sinum naestu helgi og er eg ad spa i ad kaupa handa honum 80% Stro til thess ad gera thad med stael. Doddi thu mannst nu eftir thvi er thad ekki :)
posted by Hilmar |
20:48Myndagáta
Getur einhver leyst þessa myndaþraut? Hvað sýnir þessi mynd?
Nú er bara að raða inn ágiskunum. Vegleg verðlaun í boði!
posted by Doddi |
13:42