föstudagur, september 19, 2003
I´m a clone from Stolen identity 3
Núna er kominn föstudagur og langþráð helgi gengin í garð. Þessi helgi verður með besta móti því að Fylkisball verður annað kvöld niður í Fylkisheimili þar sem Papar spila fyrir dansi. Það kostar 2000 kr inná ballið en sem betur fer þá fæ ég boðsmiða á dansleikinn vegna þess að það við leikmenn verðum pottþétt fyrir dirty dissi allann tímann sem við verðum þar. "Sérfræðingarnir" uppí stúku munu ræða hvað gerðist í sumar, hvað þeir hefðu gert í þessari og hinni stöðu osfrv. Sem sagt skemmtun í hæsta gæðaflokki. Vegna þessa býst ég ekki við að vera þarna lengi fram eftir kvöldi heldur mun ég kíkja frekar niður í bæ þar sem minna er um áreiti "sérfræðinga". Þetta fer þó allt eftir stemmningu.
Undanfarin kvöld hef ég verið að mála í nýju íbúðinni. Það fyndna var kannski það að eftir að við Guðfinna ákváðum lit sem var rauðleitur þá kom það í ljós þegar ég byrjaði að mála að þetta var eiginlega bleikur litur :) En hvað um það.....við ætlum að sjá hvernig hann kemur út þegar búið er að mála tvær umferðir.
Skrifið niður aldur yðar á blað (þ.e. á hvaða aldursári þér eruð ef þér hafið eigi ennþá átt afmæli). Þvínæst skuluð þér skrifa niður fæðingarár yðar (allir fjórir stafir) og setja það fyrir neðan aldurinn. Veljið síðan einhvern mikilvægan atburð í lífi yðar (eitthvað sem skiptir yður miklu máli tilfinningalega séð, t.d. þegar þér urðuð fyrst ástfanginn eða þegar þér náðuð mikilvægum áfanga) og skráið niður árið sem atburðurinn átti sér stað á fyrir neðan fæðingarárið. Hvað er langt síðan atburðurinn gerðist með þessu ári meðtöldu? Skrifið þá tölu niður neðst á blaðið. Leggið tölurnar fjórar saman og kíkið á comments að því loknu. Mátturinn veri með yður.
posted by Doddi |
00:49