Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


sunnudagur, október 05, 2003  

5 men joke

An Indian, a Rabbi, the Pope, an Italian, and an Irishman all walk into a bar together and sit down. The bartender looks at all 5 of them and says:
"What is this... some kind of a joke?"

posted by Doddi | 15:26


miðvikudagur, október 01, 2003  

Martröðin á enda

Komiði sæl og gleðilegan október. Ég var að komast á ról eftir tólf tíma vist í helvíti. Þegar ég kom heim í gær leið mér eins og ég væri kviðslitinn og stuttu seinna komst ég að því að ég væri með ælupest, semsagt verstu ælupest sem ég hef upplifað. Þetta var ekki þessi venulega "mjúka" pest þar sem maður getur amk slakað á á milli uppkasta, heldur var þetta stanslaus þjáning frá upphafi til enda. Hef aldrei verið jafn grár í framan og gugginn. Ef þið eruð að íhuga vist í helvíti þá mæli ég með því að þið hangið með einhverjum sem er með þetta, en annars myndi ég sleppa því. En hvað um það, ég er kominn á ról og er stálsleginn! Fyrir utan smá verk í nýrunum er ég eins og nýr maður. Já ég er semsagt nýr-maður (út af verkinum í nýrunum sko hahahahhahahahahahhahahahahahhahahaha)

posted by Doddi | 07:45


þriðjudagur, september 30, 2003  

Óvissuferð

Ég fór í óvissuferð á laugardaginn með félögunum í Fylki. Mætt var kl 10:45 og tekið léttan og nettan fótboltaleik með bjór til að svala þorstanum (Fengum reyndar ekki mikið vegna undarlegra ástæðna sem við skildum síðar). Eftir það lá leiðin í Garðabæinn og fórum við í Go-Kart sem var algjör snilld. Nokkrum sinnum endaði ég í dekkjunum enda var ég þessi aggressívi ökuníðingur sem tók nokkra sénsa, keyrði á aðra, tróð mér framfyrir osfrv. Þetta virtist ekkert vera svo merkilegt þegar við komum þangað en þegar maður var kominn í bílinn þá var þetta þvílíkt gaman. Lúser Go-Kartsins þufti að sitja allsber í rútunni í smátíma í refsingarskyni.
Eftir þetta var ferðinni heitið austur. Við stoppuðum á Selfossi og fengum okkur að éta. Þaðan var síðan haldið áfram í átt að Flúðum en þar var tekið smá aukabeygjur þannig að enginn vissi hvert haldið var enda var sú getgáta að Rafting í Hvítá væri á döfunni en svo var ekki. Við stoppuðum á bóndabæ og þar beið okkar 3ja tíma útreiðatúr. Við förum út og gerum okkur til og á endanum kemur bóndinn á bænum sem sá um túrinn og sagðist ætla að fara með okkur yfir reglurnar. " Það eru nú ekki margar reglur, en það er samt ein mjög mikilvæg. Fyllið bakpokana af bjór og brennivíni og leggjum síðan í hann". Ekki þurfti að segja okkur þetta tvisvar og stuttu síðar var lagt í hann.
Þessi útreiðatúr var algjör snilld, vaðið yfir nokkrar ár, sungið nokkur lög, farið í leiki ofl. Á leiðinni til baka þá kom dálítið uppá. Fyrst datt einn leikmannana af baki, festist í ístaðinu og dróst í smástund með hestinum þar til ístaðið slitnaði af. Hann marðist aðeins við þetta en hélt síðan áfram. Stuttu síðar þá lenti ég í mögnuðu dæmi. Farið var að myrkva þannig að við sáum ekki mikið fram fyrir okkur. Ég og annar strákur vorum fremstir og síðan voru nokkrir rétt fyrir aftan okkur. Við vorum bara á venjulegum vegi þegar ég tek eftir því að það birtist bara band þvert yfir veginn og lendir í hálsi hestsins míns sem fælist og byrjar að prjóna. Ég var nú ekki alveg viðbúinn þessu, fæ hausinn á hestinum í nefið á mér, flýg aftur og lendi á löppunum. Ekki veit ég hvernig ég fór að því en feginn var ég að lenda ekki á bakinu eða hausnum eða eitthvað álíka. Strákunum fannst náttúrulega þessi svaka "flugferð" helvíti flott en ég ákvað ekkert vera að sýna þeim þetta aftur.
Eftir þetta var síðan étið, haldið heim á leið, farið í sturtu, partý og að lokum endað niðri í bæ.

Sem sagt alveg frábær dagur í alla staði. Nú er komið að okkur að fara í svona túr! Hvernig líst ykkur á það?

posted by Hrafnkell | 11:35