Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


fimmtudagur, október 23, 2003  

Íþróttir
Chelsea að kaupa nýjan sóknarmann?

Chelsea er á höttunum á eftir 26 ára gömlum íslenskum sóknarmanni, Hilmar að nafni.

Hilmar leikur með LHT í heimalandi sínu og Chelsea gæti þurft að greiða rúmar 1600 milljónir króna fyrir kappann. Þetta gæti ýtt undir sögusagnir þess efnis að Eiður Smári sé að hugsa sér til hreyfings frá Chelsea.
---------------------------------------------------------------------------------------------------


Chelsea að kaupa nýjan sóknarmann?

Chelsea er á höttunum á eftir 19 ára gömlum brasilískum sóknarmanni, Nilmar að nafni.

Nilmar leikur með Fernando Carvalho í heimalandi sínu og Chelsea gæti þurft að greiða rúmar 600 milljónir króna fyrir kappann. Þetta gæti ýtt undir sögusagnir þess efnis að Eiður Smári sé að hugsa sér til hreyfings frá Chelsea.


Það er hægt að gera skemmtilega hluti með smá breytingum.

posted by Hrafnkell | 14:43


mánudagur, október 20, 2003  

Um reykingar á kaffihúsinu á Bifröst

Eins og lesa má á heimasíðu Rebekku villikisa er komin upp krísa á Bifröst varðandi reykingar á kaffihúsinu. Að vísu hafa nemendur notfært sér ástandið til góðs með því að æfa sig í ræðumennsku og rökræðum um málið. En þrátt fyrir allan kjaftaganginn virðist lausnin ekki vera í sjónmáli. Því hef ég ákveðið að aðstoða Bifrestinga við lausn vandans.

Greinin sem Rebekka birtir á heimasíðu sinni er mjög áhugaverð, og margt gott um hana að segja, en mig grunar þó að einhverjir séu að túlka hana ranglega - að offitusjúklingar hafi slæm áhrif á aðra gesti þegar þeir slafra í sig tvöfalda ostborgara og franskar í kílóatali inni á kaffihúsinu. Ég tel að það sé ekki það sem Rebekka sé að reyna að segja. En kannski er eitthvað til í þeirri túlkun? Þegar þessir fitukeppir farta sýrðu og ógeðslegu ostborgaraprumpi þá er það alveg jafn slæmt og sígarettureykur. Að auki skapast sprengihætta þegar þessir tveir flokkar fólks koma saman.

En hver er þá lausnin? Það er ljóst að einhverju þarf að breyta á kaffihúsinu til að leysa þennan vanda. Ég settist því niður og hugsaði upp nokkrar tillögur að lausn vandans.

Niðurstaða mín er þessi:

1. Fimmtán tommu nikótínstílar, sem selja mætti á kaffihúsinu.

2. Hjálmur, sem fellur neðan úr loftinu, og sogar upp reykinn. Reykingamaðurinn getur þá reykt inni í hjálminum á meðan offituhlunkurinn við hliðina gleypir ostborgara-sósuklessuna sína í ómenguðu lofti. Setjið hjálminn á ykkur sjálf áður en þið aðstoðið börnin. Ef dvergur situr við hliðina á ykkur, setjið þá hjálminn á ykkur fyrst, áður en þið aðstoðið hann.

3. Láta alla á Bifröst byrja að reykja. Sukkið þar er þvílíkt hvort eð er að það myndi breyta litlu um heilsu(leysi) manna.

4. Gríma, sem fellur neðan úr loftinu (eins og í flugvélum). Reykja má inni í grímunni án þess að það trufli aðra gesti hússins. Reyndar skapast þá vandræði með kaffið, en það væri hægt að leysa með koffínlausn í æð.
Góður hrekkur gæti þá verið að dæla hreinu súrefni í grímuna hjá einhverju fórnarlambi og sígarettan brennur álíka hratt upp og raketta.

5. Reyk/reyklaust svæði. Á sama hátt mætti skipta hverjum heitum potti við íþróttasalinn í piss/pisslaust svæði (það skín kannski í gegn álit mitt á slíku fyrirkomulagi).

6. Gat má gera á barka reykingamanna (hann er ónýtur hvort eð er) og leiða þar inn slöngu. Sjálfvirkt kerfi sér síðan um að dæla inn góðum smók og stuttu seinna sjúga hann út. Sérstakur loki sér síðan um að tæma reykinn úr slöngunni og skipta honum út fyrir ferskum reyk. Gæta þess að tempra þrýstinginn í útsoginu - lungun gætu fallið saman. Gatið á barkanum kemur sér líka vel í rúminu, því stelpan getur andað í gegnum það ef hún er með stíflaðar nasir.

7. Sjóða slepjulega hamborgarasósu með feiti og remúlaði í stórum potti þar til loftið í kaffihúsinu hefur mettast af ógeðinu. Allir eru þá jafnir. Offitusjúklingurinn getur þá sagt við reykingamanninn: "How do you like that!? Stinks don´t it!?"

8. Rífa kaffihúsið og hafa það utandyra, t.d. úti í hrauni. Dæmi um rétti dagsins: Nesti, nýir skór og alvöru risahraun. Þeir sem aka fram hjá í hlýjum bílum sínum: "Vá hvað fólkið á Bifröst er hraust maður!"

9. Láta Þorgrím Þráinsson halda fyrirlestur í kaffihúsinu. Hann gæti að því loknu kennt nokkrum heppnum gestum að reykja alvöru vindil.

10. Skipta kaffihúsinu í tvennt með glervegg (hey, ég er að reyna að gera mitt besta hérna, það virkaði hjá Jackson!)

11. Setja upp svona á kaffihúsinu. Í raun væruð þið þá að breyta kaffihúsinu í vindgöng. Vindurinn myndi feykja öllum reyk í burtu og að auki gætu nemendur stundað rannsóknir á t.d. flugvélavængjum þar inni.

12. Setja upp bensíndælu við barinn. Eins og allir vita er bannað að reykja á lóðum bensínstöðva og þar með er komin löggild afsökun fyrir reykingabanni. Málið leyst og enginn þarf að rífast meir.

13. Leiða própan-gas inn í húsið. Einn neisti sendir alla þar inni til tunglsins þannig að enginn þorir að reykja.

14. Setja upp svo mikið af myndum af tjöruklesstum lungum, fótleggjastubbum og getulausum limum að enginn hafi lyst á að reykja inni á kaffihúsinu. Sömuleiðis mætti sýna myndir af nöktu fólki sem vegur hálft tonn til að menn hætti að borða þar hamborgara og myndir af skorpulifur til að menn hætti að kaupa á barnum. Í stuttu máli: Loka mætti kaffihúsinu.

15. Selja nýjan drykk á kaffihúsinu: Öskukók (sígarettuaska leyst upp í kóki). Mælingar sýna að talsvert magn af nikótíni er ennþá í öskunni þó að sígarettan sé fullreykt. Þetta mætti nýta á kaffihúsinu. Já ok, ég heyri einhverjar óánægjuraddir hérna, en sjáið til, þetta fer ekkert verr með magann á ykkur heldur en reykurinn með lungun á ykkur, þannig að hafið engar áhyggjur. Þið hafið ekki haft þær hingað til.

(En ég mæli ekki með öskuvatni, einn af nördunum smakkaði það einu sinni óviljandi..... við skulum segja að drykkurinn hafi skilað sér mjög fljótlega á eftir, ásamt máltíð dagsins.)

16. Kasta "dimensional door" eða "Leomund´s secure shelter" á reykingamennina, reykurinn ætti þá ekki að trufla aðra gesti.

17. Slá öskunni í hamborgarann hjá þeim sem situr við hliðina á þér þegar hann sér ekki til....... ok, þetta leysir ekki neitt.......

Góðir gestir, vinsamlegast veljið þá lausn sem ykkur síst best á og skrifið númer hennar í komments.

posted by Doddi | 17:49