Smartur spæjari er sérhæfður í ráðgátum ýmiskonar, og hann er kallaður á vettvang þar sem maður liggur í valnum. Svo virðist sem hann hafi framið sjálfsmorð með skoti í höfuðið. Maðurinn, sem hét Tómas, liggur framan á skrifborð með bringuna ofan á opinni bók og með skammbyssu í hægri höndinni. Á borðinu er blóðpollur og vasaklútur við hliðina. Smartur sér aðeins í það sem er á bókaopnunni og sér að þar hefur greinilega verið skrifuð erfðaskrá. Penninn liggur í vinstri hönd mannsins. Smartur skoðar vettvanginn gaumgæfilega og finnur fljótlega upptökutæki á borðinu, hann ýtir varlega á play án þess að taka upp tækið og heyrir eftirfarandi:
.........(suð eins og þegar ekkert er að gerast).............(smá skruðningur og létt högg eins og tækið sé lagt á borð)................... "Ég heiti Tómas Frakkason og þú sem hlustar hefur þá væntanlega fundið mig látinn. Ég hef fengið nóg af þessu lífi og sé engan tilgang með því lengur. Eg vona að þið getið fyrirgefið mér fyrir að stytta mér aldur"...................... PAMM!!!......... púmm (fellur á borðið)...........................(suð heldur áfram)
Smartur hlustar á afganginn af spólunni til að vera viss um að ekkert annað sé á henni, en heyrir ekkert nema sama suðið sem fylgir upptöku þegar ekkert að gerast. Upptökutækið stöðvast alveg þegar spólan er búin.
Smartur gengur út úr herberginu og segir við rannsóknarlögregluþjóninn sem þar stendur og bíður: "Takið fingraför, hámarks yfirferð, Tómas var myrtur."
Hvernig veit Smartur að Tómas hafi verið myrtur?
posted by Doddi |
21:32
föstudagur, október 31, 2003
Upp kom sú hugmynd að fara í Go-kart á morgun. Ekki er þetta alveg planað en gaman væri að vita hverjir hefðu áhuga á því. Það kostar 1500 kr í þetta fyrir einhverjar 10 mínútur sem virðist ekki mikið en þetta er þónokkuð þegar menn eru á fleygiferð á svona braut.
Hvernig líst mönnum á þetta????
posted by Hrafnkell |
14:26
miðvikudagur, október 29, 2003
Ja síðastliðinn laugardag þá litum ég og Doddi aðeins út á lífið. Við byrjuðum á því að kíkja til Gogga þar sem að það var sungið og trallað undir gítarspili. Þessu næst fórum við niður í bæ og enduðum á nýjum stað á lækjargötunni sem að ég veit ekki hvað heitir en hann er þarna sem að McDonalds var. Mjög flottur staður þó að það hafi ekki verið margir þarna inni. Eftir lokun þar var rölt upp laugarveginn og endað inn á Ölstofunni þar sem að við sátum hliðin á stuðmanninum Jakobi Frímanni og drukkum öl.
Sem sagt hið fínasta kvöld.
Setning kvöldsins: "Veistu ekki að þetta er miljónamæringur!!!!!"
posted by Hilmar |
10:05
þriðjudagur, október 28, 2003
Afmæli
Síðastliðin laugardag héldum við Guðfinna uppá 8 ára afmæli. Því var ekki sukkað þessa helgina heldur var slakað á heima, farið í bíó og svo framvegis. Sáum mynd sem kom skemmtilega á óvart, Intolerable Cruelty með Gogga Klúní og Kötu Z.
Hvernig er það....engar sögur frá djammi, útlöndum, skólanum eða hverju sem er?
posted by Hrafnkell |
15:43