Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


sunnudagur, janúar 18, 2004  

Allsberir orkar og rok

Ég var að koma af skíðum, nánar tiltekið úr Sleggjubeinsskarði á Hengilsvæðinu, en þangað fórum við í dag við pabbi og nokkrir aðrir. Við ætluðum upphaflega í Bláfjöllin en rétt áður en við komum á staðinn var búið að loka þar vegna roks. Sem betur fer var ennþá opið á Hengilsvæðinu og héldum við því beinustu leið þangað. Færið var fínt en talsverður vindur, skafrenningur og stinningskaldi, austan 10-12 m/s. Skýjað. Frost -125°C. Austurland að Glettingi.......... Það var amk. nægur vindur til þess að frysta mann í andlitinu á leiðinni upp í lyftunni. Það var mjög gaman að renna sér í gegnum hríðina, og brekkan í Sleggjunni er sérkennileg með skemmtilegum beygjum. Ég prófaði svonefnd "Bigfoot" skíði, sem eru breiðari en þessi venjulegu og mjög stutt. Þær ferðir sem ég fór á þeim voru ekki mjög fagrar - ég snerist í hringi eins og mjög léleg skautadrottning en náði samt ágætis hraða í lokin.......... þótt það hafi kannski ekki verið mjög glæsilegt. Minnstu munaði að illa færi eftir að ég hafði ákveðið að ganga upp á toppinn fyrir ofan lyftuna. Þegar ég var kominn upp á brúnina kom svo mikið rok á móti mér að ég hélt lygalaust að ég myndi takast á loft og fjúka niður af fjallinu, en mér tókst einhvernveginn að klöngrast á milli nokkurra stórra steina sem þarna eru. Það fór ekki betur en svo að ég gekk inn í miðjan Uruk-Hai orkahóp, sem var þarna samankominn á milli steinanna. Ég sá að þeir voru með merki Tryggva á hjálmum sínum og allir voru þeir allsberir. Ég var vopnlaus (og auk þess aumur í mjöðm eftir ákveðinn glæpon) en tók til þess ráðs að taka upp gemsann minn og hringja í Hilmar, og viti menn, orkarnir flúðu þegar þeir sáu númerið.

Að öðru leiti mjög svo hressandi og frískandi ferð, og verður endurtekin á næstunni.

posted by Doddi | 18:48