föstudagur, janúar 23, 2004
Samband náðist í 10 mínútur við Tryggva
Vísindamenn bandarísku geimferðastofnunarinnar (NASA) í Pasadena í Kalíforníu náðu í dag sambandi í um 10 mínútur við Tryggva Hákonarson en samband rofnaði við kannann í vikunni. Vonast vísindamennirnir til að þeim takist að gera við bilun í kannanum sem valdið hefur sambandsleysinu. 19 dagar eru síðan Tryggvi lenti á Mars og þar til á miðvikudag gekk allt að óskum. Von er á öðrum slíkum kanna, Hilmari Steinþórssyni, á Mars á laugardag en þessir kannar eiga að rannsaka yfirborð plánetunnar í leit að upplýsingum um hvort þar kunni eitt sinn að hafa þrifist hommar.
posted by Doddi |
15:38
þriðjudagur, janúar 20, 2004
Call of Duty lagaður með bílabóni
Mér tókst loksins að koma Call of Duty í gang í nýju vélinni minni. Eftir mikla leit á netinu af uppsetningarvandamálum, langan lestur á Call of Duty spjallþráðum og alls konar fikt með hljóð, display og directx drivera, fann ég lausnina: Sonax dura shine bílabón.
Ég komst að því að ein skráin hafði ekki kóperast öll við installið. Ég reyndi að kópera hana sjálfur en það gekk ekki af völdum rispu á diskinum. Ég skellti því bóni á diskinn, lét þorna, nuddaði af og viti menn - skráin kóperaðist og leikurinn virkaði.
Þetta er í fyrsta skipti sem ég leysi tölvuvandamál með Sonax dura shine bílabóni.
Fæst á öllum helstu bensínstöðvum
posted by Doddi |
16:42