Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


föstudagur, febrúar 13, 2004  

Halló halló

Jæja í dag er föstudagurinn 13. og fer maður því varlegar en ella í gegnum daginn. Maður komst allaveganna heill á höldnu í vinnuna sem að er góð byrjun. Núna er íþróttanördið í uppskurði og samkvæmt þessum degi þá verður löppin á honum líklega tekin af við hnésbætur og verður hann þar með fyrsti einfætti atvinnumaðurinn í knattspyrnu. Nei nei við skulum vona að þetta fari allt saman vel.

En hvernig er annars stemmningin í hópnum? Eitthvað á döfinni um helgina?

p.s. ég er búinn að setja inn myndir frá Londonferð okkar Kela. Ekkert voðalega merkilegar myndir nema maður hafi gaman af fótbolta :)

posted by Hilmar | 11:16


fimmtudagur, febrúar 12, 2004  

Á morgun er stór dagur, ég er að fara í aðgerð á hné því ég var að slíta krossband í hné þannig að ég verð ekkert í fótbolta næsta hálfa árið eða svo. Mér líst ekkert rosalega vel á þetta því það er föstudagurinn 13 á morgun og er ég viss um að eitthvað klúðrast, þeir krukka í vitlausu hné eða eitthvað svoleiðis.
Einnig er Doddi að basla við eitthvað tæki fyrir hönnunarkeppnina í Háskólanum á morgun sem ég er alveg handviss að eigi eftir að klúðrast svakalega.

Allir að fjölmenna og kíkja á þessa sýningu á morgun í Háskólanum kl 13:00 (held ég)

posted by Hrafnkell | 12:17