fimmtudagur, febrúar 26, 2004
Þjóðverjar að missa sig
Ég heyrði athyglisverða umfjöllun í útvarpinu í morgun. Það var sagt frá því að það væri byrjað nýtt gæludýraæði í Þýskalandi: Maurar.
Núna þyrpast menn í röðum í gæludýrabúðir í Berlín til þess að skoða og kaupa þessi skordýr og kostar lítið bú með um 100 maurum í kringum 10000 kr að meðaltali. Hægt er að fá hinar ýmsu tegundir úr öllum heimshornum, suma meira að segja herskáa og um 2-3 cm að lengd. Allra flottustu maurarnir kosta allt að 100.000 kr í þessum búðum, nokkuð hressandi verð fyrir skordýr!
(Varúð nördaefni)
En ég get alveg skilið þá, því að ég hef sjálfur haft maura sem gæludýr. Þegar ég bjó á Flórída fékk ég nokkra maura "lánaða" úr maurabúi og setti þá í glerkassa með sandi í sem ég var með úti. Ég náði meira að segja einhverjum stórum vængjuðum maur úr búinu sem ég taldi vera annað hvort drottningu eða einhvers konar karldýr. Maurarnir byrjuðu strax að búa til göng úti um allt og brátt var komið hið fínasta maurabú. Þeir byggðu sérstakan klefa handa vængjaða maurnum og sóttu
mat og svoleiðis fyrir hann... alger snilld að horfa á þá vinna.
Einnig hef ég heyrt að vinsælt sé í Afríku að fá sér termítasamloku - þá taka menn brauðsneið, smyrja með hunangi, dýfa henni ofan í termítabú og skella svo annarri brauðsneið ofan á..... nammi.
posted by Doddi |
09:38Hottest rapstar in town!
Nú er eins gott að Himmi og Keli í Wu Tang Clan fari að passa sig, því að nýr rappari er kominn í bæinn... Sníp Reynir Doggy Dogg!
Hann tekur Begginem í nefið og Tryggva lova lova í böttið!
"I´ll put a cap in the Wu Tang Clan ass" segir hann í nýlegu viðtali, sem nördafréttum tókst naumlega að ná við stjörnuna í vikunni.
Eins og sjá má skartar söngvarinn glænýjum tattoo-um og tilheyrandi tattoo-sýningarbol, en tattoo hafa verið hans aðalsmerki frá upphafi ferilsins.
posted by Doddi |
08:46
mánudagur, febrúar 23, 2004
Eitthvað fyrir nörda?
Spunaspilsmót
19.-21.mars
Spunaspilsfélag Norðurlands ætlar að halda mót á Akureyri
19. til 21. mars, í Húsinu (Kompaníið/Dynheimar).
Spilað verður 12:00-20:00 laugardag og sunnudag en við höfum húsið frá kl 22:00 á föstudag svo hægt verður að spila bæði föstudags- og laugardagsnótt ef áhugi er á slíku. Einnig verður svefnloft. Mótsgjald er 0,- krónur.
posted by Doddi |
05:06