Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


föstudagur, mars 12, 2004  

Geðveikar fréttir

Hrafnkell geðbilaðist eftir að hafa fundið ómerkt veski með 749 krónum í rétt áður en hann fékk stöðumælasekt upp á 750 krónur.

Steggurinn Hilmar hefur greinst með fuglageðveiki. Honum er haldið sofandi í alifuglabúi Móa hf.

Forritunargalli hefur uppgötvast í Tryggva. Talið er að þar með sé komin skýring á geðveikislegri ofbeldishegðun hans, sem lýsir sér með sársaukafullum höggum í axlir og hné fórnarlambanna.

Reyni tækniteiknara tókst ekki að klára tæknilega tækniteikningu af nýju tæknihúsi tæknideildar Tækniskóla Íslands vegna tæknilegra vandamála og geðbilunar. Tæknimenn og klínískir tæknilæknar vinna nú að viðgerð á honum.

Hinn geðveiki danstöffari Bergþór geðbilaðist í dag. Að sögn lækna var of mikið af geðveikum gellum á Laugarvatni til að hægt væri að ráða við það.

Þórarinn missti vitið í dag. Það sést best á því hversu klikkaðar fréttirnar hans eru núna.

posted by Doddi | 23:22


fimmtudagur, mars 11, 2004  

Rugl

Hafið þið gaman af amerískum dellusíðum? Hérna er listi yfir nokkrar svoleiðis, t.d. fyrirtæki sem sérhæfir sig í heilaflutningi (brain transplant) og náungi sem kennir þér að búa til einfalt ódauðleikatæki (immortal device).

Hérna er listinn.

Þetta verðið þið líka að skoða. Þessi síða varar við hinu lífshættulega og útbreidda efni dívetnismónoxíði, sem getur haft alvarleg áhrif á heilsu manna (öðru nafni vetnishýdroxíð, eða vatn).

posted by Doddi | 17:31
 

Skondið

Ég lenti í tveimur skrítnum atvikum í vikunni sem mér fannst nokkuð fyndnar. Fyrra atvikið átti sér stað þegar ég var að kaupa verkjalyf í apótekinu hérna uppí Árbæ. Ég tek klinkið sem er í bílnum sem samtals var 610 kr og labba inn og bið um tiltekið lyf. Afgreiðsludaman skannar þetta og segir: "Þetta verða 611 krónur". Ég fannst þetta dálítið kómískt en ég fer út og finn sem betur fer eina krónu á gólfinu þannig að þetta reddaðist allt saman!!!!

Seinna atvikið var þannig að ég, Guðfinna og Benni ákváðum að fara í ferðalag uppí sveit í nokkra daga. Rétt áður en við leggjum af stað þá stoppa ég við heima hjá mér og hitti á pabba sem kommentar eitthvað á þá leið að það vanti varadekk. Ég sagði að það væri ekki nauðsynlegt því aldrei hefur sprungið á dekki hjá mér frá því að ég byrjaði að keyra en þí vildi pabbi setja það í skottið til öryggis. Og viti menn, eftir 2 tíma keyrslu springur á dekkinu hjá okkur og því bjargaði varadekkið okkur í þetta skiptið.

Ég var að spá, ef pabbi hefði ekki sett varadekkið í skottið........hefði þá sprungið????

posted by Hrafnkell | 14:28


mánudagur, mars 08, 2004  

Geimferðir framtíðarinnar - hlið til helvítis eða bara saklaus ormagöng?

Bílgarmurinn minn fór ekki í gang í morgun, heldur hóstaði og hikstaði þar til rafgeymirinn gat ekki gefið meira. Ég tók því til þess ráðs að taka strætó og er það bara hið ágætasta mál, fyrir utan hvað það er leiðinlegt að bíða eftir vagninum í svona súru veðri (súru regni). Í morgun þegar ég var á leiðinni heim kíkti ég í Bóksölu Stúdenta til að auðvelda biðina og sá þar nokkuð merkilega bók. Fjallaði um geimferðir, á frekar venjulegan máta virtist vera - eitthvað um tunglkapphlaupið, hina Sovésku Zond og fleira í þeim dúr. En einn kaflinn sagði frá dálitlu merkilegu, sem mig langar að deila með ykkur nördar góðir.

(Varúð nördaefni!!)

Menn sjá fyrir sér fyrir alvöru að hægt verði að nýta svonefnd ormagöng til að ferðast gríðarlangar vegalengdir í geimnum. Það eru nú ekki nýjar fréttir fyrir flest ykkar held ég, en þó held ég að þið hafið ekki ennþá heyrt hugmyndir um hvernig fara skyldi að einhverju slíku. Haldið ykkur nú fast. Ég er nefnilega byrjaður á nýju tæki í bílskúrnum hjá mér sem...... nei nei ég segi svona. Ég ætla ekki að reyna neitt svoleiðis (strax amk). En hvernig munu menn kalla fram ormagöng í framtíðinni?



Skammtafræðin hefur leitt í ljós að sé rýnt í gríðarlega litlar stærðir, á milli atómeininga, í því sem virðist vera algjört tómarúm, þá kemur í ljós að þar er sífellt að myndast og eyðast svonefnt andefni. Á móti "hverju" andefni myndast venjulegt efni og eftir örskamma stund hefur andefnið aftur tengst efninu og þannig horfið aftur. Einhvers staðar í þessu ferli myndast líka agnarsmá ormagöng, sem hverfa síðan aftur. Veröldin er semsagt stútfull af óteljandi og pínulitlum ormagöngum sem eru sífellt að myndast og hverfa! Menn sjá fyrir sér að það verði hægt að "fanga" ein svona göng og senda í þau orku á einhvern hátt, t.d. með leisigeisla eða andefnaskothríð. Þannig ætti að vera hægt að þenja ormagöngin út og stækka þau. Allt í lagi, við erum þá komin með stór og mikil ormagöng í bílskúrinn. En hvernig er þá hægt að nota þau?

Það vilja menn leysa með því að koma öðrum enda ormaganganna fyrir í geimskipi og senda það síðan út í buskann, eða öllu heldur þangað sem við viljum fara. En eins og þið vitið þá er það vandkvæðum bundið að fljúga geimskipi um langar vegalengdir í geimnum. Að fara yfir í næsta sólkerfi (Proxima Centauri í 4,2 ljósára fjarlægð), tekur óratíma sem enginn nennir að bíða eftir. Eins er erfitt að dúndra skipi á hraða sem er eitthvað nálægt ljóshraða út af skorðum sem orsakast af afstæðiskenningunni. Að sjálfsögðu væri ekki hægt að ná ljóshraðanum sjálfum, því við það yrði skipið óendanlega þungt. Önnur áhrif eru þau að það hægir á tímanum í geimskipinu með tilliti til umheimsins þegar það nálgast ljóshraðann. Klukka sem gengur inni í geimskipi sem er á 0.99 af ljóshraða myndi telja u.þ.b. þrjá mánuði á leið inn í næsta sólkerfi en klukka á jörðinni myndi telja fleiri fleiri ár á meðan því stæði - enn og aftur, enginn nennir að bíða eftir því. En núna kemur það merkilega: Séu ormagöng inni í geimskipinu, og hinn endi þess við jörðina, þá er rúmið samtengt, og klukka á jörðinni myndi því bara telja þessa þrjá mánuði meðan á ferðinni stæði. Það tæki því aðeins nokkra mánuði að flytja ormagöngin yfir í næsta sólkerfi og eftir það væri hægt að komast þangað í gegnum göngin á örfáum sekúndum! Þannig væri hægt að komast hjá þessari hvimleiðu staðreynd sem Einstein uppgötvaði, að allir deyji bara úr elli á jörðinni á meðan geimfararnir fara allar þessar vegalengdir og eldast lítið sem ekkert. Og hugsið ykkur þetta: Geimfararnir gætu átt vaktaskipti á leiðinni og farið heim til sín á hverjum degi í gegnum göngin á meðan á ferðinni stæði!! Semsagt engin hætta á heimþrá þó að menn séu í stærsta ferðalagi allra tíma.

En það er margt sem getur hindrað þetta, t.d. vita menn ekki fyrir víst hvort hlutir hreinlega rifni í sundur við að fara í gegnum ormagöng eða hvort það myndist ekki bara leið til helvítis....... en... öllu gamni slepptu þá held ég að vísindamenn séu ekki fjarri lagi með þessar kenningar. Hver veit nema við heyrum af því í ellinni að menn séu að búa til ormagöng einhvers staðar. Þá er eins gott að vera hvort eð er að drepast ef þetta skyldi opna leið til helvítis!

posted by Doddi | 14:19