Maður nokkur fór að sjá nýjustu mynd Gibsons, The Passion of Christ, og fékk löngun til að fara með fjölskyldu sína til Ísrael til að sjá staðina þar sem Jesús hafði verið.
Í fríinu lendir tengdamamma hans í slysi og deyr.
Verktaki hjá fyrirtæki í Tel Aviv útskýrir að tveir möguleikar séu í boði: Hægt er að flytja líkið heim til Reykjavíkur fyrir eina milljón króna, eða grafa tengdamömmuna í Ísrael fyrir 50.000 krónur.
Maðurinn segir: "Við flytjum hana heim."
Verktakinn spyr: "Ertu viss? Þetta er mikill kostnaður og ég fullvissa þig um að hún myndi fá góða jarðaför hérna."
Maðurinn: "Sjáðu til, fyrir 2000 árum eða svo grófu þeir gaur hérna, og þremur dögum seinna reis hann upp frá dauðum. Ég bara tek ekki sénsinn."
posted by Doddi |
13:07
þriðjudagur, maí 04, 2004
Á barnum
Þar sem stutt er í næstu helgi (og próflok hjá mér), finnst mér við hæfi að koma með nokkra bar-brandara:
12 skot
Maður gengur inn á bar, pantar tólf skot og byrjar að taka þau eins hratt og hann getur.
Barþjónninn: "Vá, af hverju drekkurðu svona hratt?"
M: "Þú myndir drekka svona hratt ef þú hefðir það sem ég hef."
B: "Hvað ertu með?"
M: "Fimm krónur..." (hleypur í burtu)
Gæsin
Kona labbar inn á bar með gæsina sína.
Barþjóninn beygir sig fram og segir: "Af hverju þurftirðu að taka svínið með þér?"
Konan: "Fyrirgefðu, en þetta er víst gæs."
Barþjónninn: "Fyrirgefðu, en ég var að tala við gæsina."
Súr samloka
Maður gengur inn á bar með samloku á öxlinni.
Barþjóninn snýr sér við, lítur á hann og segir: "Því miður, við afgreiðum ekki samlokur hér."
Tólf tommu píanóspilari
Englendingur gengur inn á bar, tekur út lítið píanó og stól, og pínulítinn karl. Litli karlinn sest niður, og byrjar að spila á píanóið. Kani við hliðina á þeim tekur eftir þessu og gengur að þeim:
“Hey, what's that?”
“A twelve-inch pianist. You see, I found this magic lamp, rubbed it, made a wish, I got a twelve inch pianist.”
“Can I try the lamp?” Englendingurinn samþykkir og einni mínútu síðar koma milljón gæsir inn á barinn.
“Ducks? I wished for a million bucks!”
“You really think I wished for a twelve inch pianist?”
posted by Doddi |
17:21
mánudagur, maí 03, 2004
Smásálin
Á leiðinni í próf í morgun stillti ég á Skonnrokk og var svo heppinn að hitta akkúrat á Smásálina hjá Tvíhöfða, og langar mig að segja aðeins frá henni. Ég man ekki upp á orð hvernig þetta var en þetta var einhernveginn svona....
Ég hló mig amk. máttlausann alla leið niður í skóla:
Sigurjón: "Já, við skulum þá bara fá fyrsta hlustandann: Smásálin..."
Jón Gnarr: "Já.... góðan daginn" (svona frekar nördaleg rödd og aumingjaleg)
S: "Já góðan daginn" (gleðitónn í röddinni)
J: "Mig langaði að ræða aðeins um þann merkisdag í íslensku þjóðlífi 1. maí."
S: "Já 1.maí já, það er nú merkisdagur"
J: "Já verkalýðsdagurinn var alveg hreint stórkostlegur."
(eitthvað rólegt samtal í smá stund.............)
S: "Já, það er frábært að heyra. Var mikið af fólki sjáanlegt á deginum?"
J: "Já alveg gríðarlega mikið af fólki og mikill baráttuvilji VIÐ KREFJUMST ÞESS, AÐ HÖFÐ VERÐI 39 STUNDA VINNUVIKA." (hrópar eins og hann sé að flytja áróðursræðu)
S: "Já, allt í lagi já... ok.... þetta var semsagt bara hinn fínasti dagur já...?"
J: "Já þetta var mjög góður dagur, mjög góður dagur. (rólegur aftur) Það var þarna mikið af góðu fólki og mikil samstaða, mikil samstaða, mjög gott veður líka ALÞINGISMENN ÞIÐ SKULUÐ PASSA YKKUR. VINNANDI FÓLK LÆTUR EKKI KOMA SVONA FRAM VIÐ SIG."
S: "Já, já, já, já, já, flott er já... ok..... mjög gott að heyra já....."
J: "Já þetta var mjög gaman á þessum merkisdegi, fullt að gera og ÞAÐ ER 79 ÁRA KONA SEM ER Í FIMM MISMUNANDI VINNUM. HÚN SKÚRAR Í MARGA TÍMA Á DAG, STUNDAR NÆTURVINNU, ER Á SJÓ, STARFAR VIÐ KÁRAHNJÚKA, VINNUR VIÐ ÁLVERIÐ Í STRAUMSVÍK OG NÆR EKKI ENDUM SAMAN. ER ÞETTA ÞAÐ SEM VIÐ VILJUM HAFA HÉR Á ÍSLANDI?"
S: "Ok já........ það er nú flott já. Já já já já.....
Svona hélt þetta áfram, nördinn á línunni varð þvílíkt æstur af og til með alls kyns baráttuslagorð eins og hann væri að flytja áróðursræðu, en rólegur inn á milli. Að lokum ákvað smásálargaurinn að best væri að enda þetta. Alveg brillíant! Aumingja smásálin.... það eru víst ekkert annað en vitleysingar sem hringja þangað inn :)
posted by Doddi |
13:35