Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


fimmtudagur, júlí 15, 2004  

Innbrot

Það var brotist inn hjá mér í nótt. Mjög alvarlegt mál.

Ég vaknaði við skarkala, líkt og eitthvað hefði dottið í gólfið. Svo heyrði ég brölt og hávaða eins og einhver eða eitthvað væri að hreyfa sig hratt um íbúðina.

Ég læddist á fætur, greip wakizashí-inn minn (nei segi svona), og gekk inn í stofu til að sjá hvað væri um að vera.

Það fór ekki milli mála. Það var búið að brjótast inn. Brúnn og svartur köttur var þarna trylltur af hræðslu og æsingi að reyna að forða sér út úr íbúðinni. Hann gerði tilraun til að stökkva upp í gluggakistuna, en var greinilega óvanur því, því hann náði að hanga á framloppunum en datt svo niður aftur. Hann gerði aðra tilraun og hentist upp á æfingabekkinn minn í hendingskasti og reyndi að stökkva þaðan í gluggann, en það tókst ekki. Hann gafst þó ekki upp, heldur stökk að lokum upp í sófa og þaðan komst hann upp í gluggann og út.

Hann komst undan með þýfið. Hann var búinn að éta úr kattadallinum hans Loka og tæma hann. Hann hafði síðan stokkið upp í hillu og rifið gat á Whiskas-pokann hans, en hefur óvart rekið sig í fötu sem stóð þar við hliðina þannig að hún datt í gólfið.

Loki var ekki heima til að verja svæðið sitt, hefur sennilega verið í heimsókn hjá Flóka hennar Lenu, eins og svo oft áður. Ef þjófurinn hefði ekki gert vart við sig hefði ég haldið að Loki hefði gert þetta..... the perfect crime committed.

Það er nú ekki annað hægt en að dáðst af sjálfsbjörginni í þessum dýrum. Þessi köttur er svangur, e.t.v. flækingsköttur, og reynir að bjarga sér svona. Þjófnum er fyrirgefið.

posted by Doddi | 16:24