Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


mánudagur, ágúst 16, 2004  

Megi gervitennurnar hrökkva ofan í.........

Að mínu mati eru mörg próf innan verkfræðinnar allt of erfið og löng miðað við tímann sem menn fá til að leysa þau. Það er ekki langt síðan próftími var 4 tímar og þegar maður skoðar próf frá þeim tíma þá eru þau ekkert erfiðari heldur en prófin sem maður tekur í dag á 3 tímum, jafnvel auðveldari. Með öðrum orðum, sum prófin í dag eru jafn erfið eða erfiðari, en tíminn 33% minni. Þetta er eins og að spretta 10 km á fullri ferð í stað þess að hlaupa þá á venjulegum hraða. Hvað gerist þá? MENN SPRINGA. Menn ná ekki að klára spurningar, hvað þá að fara yfir þær. Menn gera villur.

Prófið í dag var ýkt dæmi um svona próf, svívirðilega erfitt fyrir þennan stutta tíma. Öllum sem ég hitti eftir prófið sagðist hafa gengið illa, og ég hitti alla sem tóku prófið nema einn sem átti víst að hafa lært í tvo daga undir það, þannig að ég reikna með að honum hafi gengið illa líka. Skiljanlega var mikill spenningur í manni þegar líða tók á tímann og maður orðinn pirraður, en þegar prófdómarakerlingin fór að rausa þegar próftíminn var búinn var mér öllum lokið. Mig langaði að vöðla prófinu saman og troða því upp í hana:

Þegar atómklukkan hennar sló 12:00:00 og 000 millisekúndur sagði hún með gremjulegum gömlukerlingartón:

"Klukkan er tólf. Skilið úrlausnum."

Menn klóruðu sér í hausnum yfir að tíminn væri bara búinn, flettu í gegnum prófin sín og athuguðu hvort þeir hefðu gleymt að merkja.

2 sekúndum seinna:

Gremjutónn dauðans: "Tíminn er búinn. SKILIÐ PRÓFUNUM."

Einn nemandi reynir að spyrja um eitthvað: "Fyrirgefðu....."

Kerling: "Tíminn er búinn (upphækkun), skilið NÚNA."

Nem: "Já en fyrirgefðu...... á ég að...."

Kerling: "Þú verður að skila NÚNA."

Nem: "FYRIRGEFÐU, MÁ ÉG SPYRJA ÞIG AF EINU!?"

Kerling: "........"

Nem: "Þarf ég að merkja með nafni eða er nóg að merkja með númeri?"

Kerling: "Með nafni. Skila núna."

Þegar prófið byrjaði kl 9:00:00 rausaði kerlingin um einhverjar prófreglur í þrjár mínútur eða svo. Ég vil fá þessar þrjár mínútur metnar inn í einkunina mína því ég gat ekki hugsað á meðan.

posted by Doddi | 14:18