Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


fimmtudagur, september 30, 2004  

Óþol dagsins....

....hjá mér er ástfóstur Hreyfingar á útvarpsstöðinni Kiss FM 895. Ég er að verða vitlaus af þessari fjárans hljóðmengun á æfingu stundum. Á köflum er þetta svo slæmt að ég heyri ekki í því sem ég er að hlusta á sjálfur í head-fónunum mínum!!! Ég er alvarlega að hugsa um að skipta um líkamsræktarstöð út af þessu, eins og mér líkar annars ágætlega við Hreyfingu. Hilmar, Hrafnkell, hvernig er þetta í Árbæjarþreki?

Þetta er sama fyrirbærið og í myndmennt í Árbæjarskóla forðum, það var ekki það að mér líkaði ekki að hlusta á tónlist (þvert á móti gæti ég varla án hennar verið), heldur var tónlistin sem var spiluð í þessum tímum sorp!

Þetta crap er svo lélegt að ég fengi meiri ánægju út úr því að standa úti á Miklubraut og hlusta þar á umferðarhávaðann. Þetta er svo óþolandi að hávaðinn inni í blikksmiðju er meistaraverk í samanburðinum. Ég myndi njóta þess meira að hlusta á fimmtíu bandbrjálaða krakka berja á potta og pönnur eins fast og þau gætu.

Þetta heyrði ég í dag:

"Ki-ki-ki-ki-kiss FM 895! Vinsælasta bítið í bænum!"
"Halló höfuðborg! Við lofum þér betri skemmtun en þú átt að venjast!"
Já er það já? Hérna er dæmi um textaflóruna, dæmið um það sjálf:

"Yeah uhh uhh uhh"
"Hey eh hey uhh what´s happenin?"
"That´s right uhh"
"That´s too much baby shake shake shake"
"Whah! Don´t stop givin it! Go get wet baby"
"Shake that shake that move it all around!"

Hér er annað:

"All I wanna do is just hit the pussy! Hit the pussy! Hit the pussy!"
"Uhh mmmmmhmmm"
"Play it on yeah uhhh"
"I´ve got a g-string on too, uhhh uhhh" (náungi að syngja - disgusting!)

Hér er eitt alveg hreint rosalega hjartnæmt lag, ég fæ bara gæsahúð þegar ég hlusta á þetta:

"Babycakes you just don´t know"
"I just wan´t you to know, that I think I know, baby I don´t know anything yeah yeah uhh uhh"
"Confused just don´t know anything..... uhhh yeah you and me be my baby ohhh uhhh"

(Yep, you definitely don´t know anything, that´s for sure)

Annað:

Hún: "Last week when you were cruisin, I didn´t wanna tell you uhhh"
"I been playin you baby you should really know"
Hann: "Bring ya booty up! Baby bring ya booty up to the sky"
"Yeah uhhh uhhuhuhuhuhuh"
"Yeah come on cum cum cumma come on cum cumma come on yeah uhh uhh"

Eitt er alveg ljóst: ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ KALLA ÞETTA TÓNLIST! Hugsunin á bak við textana er ENGIN. Þessi tónlist er SKÓLP. Skólp í hljóðlíki. Ef ég hefði haft haglabyssu á mér í dag hefði ég plaffað niður hátalarana í salnum.

Nördahlið málsins:

Það er til hugtak innan rafmagnsverkfræðinnar sem nefnist hvítt suð. Hvítt suð dreifist jafnt á allar tíðnir, hefur því óendanlega orku og er því aðeins fræðilegt hugtak. Ef þið mynduð beina einhverju sem líkist hvítu suði inn á hátalara yrði hljóðið svipað og þegar vatnið úr sturtuhausnum hjá ykkur skellur á sturtubotninn. Menn vilja losna við suð af þessum toga í rafmagnsrásum og fjarskiptakerfum og því mætti segja að það sé böggandi fyrirbæri innan rafmagnsgeirans. Í mínum eyrum er garg af þeim toga og er hjá Kiss FM og FM 957 aðeins hvítt suð. Böggandi fyrirbæri sem maður vill sía í burtu. Sem betur fer er oftast hægt að skipta um stöð, en að neyðast til að hlusta á þetta..... úffff

posted by Doddi | 23:48
 

Óþol dagsins

Ég verð nú bara að kvarta yfir einum viðbjóð, og það eru bensínsjálfsalarnir. Ekki nóg með að lítrinn kostar 107kr í sjálfsafgreiðslu hjá flestum heldur er það líka þannig að teljarinn gengur ekkert smá hægt. Í gær var ég að taka bensín í viðbjóðslegu veðri, geðveikt rok og rigning. Jæja ég set kortið í og stimpla að ég vilji bensín fyrir 2000 kr. Þegar upphæðin er komin uppí 1900 þá hægist þvílíkt á teljaranum og síðan var hann að slefa krónu eftir krónu upp. Á meðan var ég að skjálfa úr kulda, orðinn geðveikt pirraður og langaði til að stúta dælunni. Hvernig er það er ekki hægt að stilla þetta þannig að það hægist á þessu drasli 10-15 kr frá takmarkinu? Hilmar, þú ert með sambönd á Select, reddaðu þessu strax :)

posted by Hrafnkell | 09:15