fimmtudagur, október 07, 2004
Footballers (Fylkir) wives.
Þessir þættir sem eru sýndir á Stöð 2 á miðvikudagskvöldum er algjör snilld. Það mætti halda að þeir væru að gera mynd um Fylkisliðið, þetta er nákvæmlega svona hjá okkur í Árbænum. Kellingarnar hvæsa á hvora aðra (eða ekki), sofa hjá eiginmönnum annarra kvenna (eða ekki) osfrv. Síðan er einhver laumuhommi (sem á reyndar eftir að koma út úr skápnum) einnig í liðinu að sögn frænda míns, en hver það er veit enginn. Leikmenn keyra um á splúnkunýjum drossíum, eins og t.d ég, Renault ´93 með beinni innspýtingu, útvarpi/kassettutæki, engum álfelgum og tilheyrandi ryðblettum.
Eins og allir sjá með þessum áðurnefndu sönnunum, er Footballers wives um Fylkisliðið og hananú. Ekki veit ég þó hvaða persóna ég er í þessum þáttum, nema það að ég er ekki ungi, svarti samkynhneigði maðurinn sem var böstaður í aftaníhossi í síðustu viku.
Spurning hvort við ættum að fá einhverja prósentu fyrir þetta?
posted by Hrafnkell |
14:24
þriðjudagur, október 05, 2004
Plan aldarinnar?
Það hafa flestir tekið eftir þessu skítaveðri sem hefur verið hér uppá síðkastið, rok, rigning, haglél, snjókoma og síðan meira rok. Þar sem ég borga skatta til ríkisins eins og allir og nóg af því, þá finnst mér að þeir ættu að byggja yfir Reykjavík. Gera svona eins og í Truman show, þannig að þeir geta ráðið veðri og vindum, og þar af leiðandi væri alltaf gott veður hér. Ferðamannaiðnaðurinn myndi blómsta, þannig að þetta myndi gefa góðan pening til baka.
Samkvæmt reikningi mínum þá kostar þak yfir Reykjavík ekki nema 60.000 kr með virðisaukaskatti og veðurstjórnstöð 25.000 kr. Fínt væri að lára geimveruna, Harald Ólafsson á RÚV sjá um veðrið.
Samtals er þetta 85.000 kr og ekki er seinna vænna en að klára þetta af sem fyrst. Ef byrjað er núna þá yrði klárað þetta fyrir næstu mánaðarmót.
Þessa hugmynd hef ég eins og allir sjá með nákvæmnum vinnubrögðum mínum verið að melta í 15 ár, og nú er bara kominn tími til að láta slag standa.
Mun ég koma þessari hugmynd til Þórólfs Árnasonar, borgarstjóra í dag.
Kveðja
Hrafnkell hinn pirraði á kúkaveðri
posted by Hrafnkell |
11:37