Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


þriðjudagur, október 19, 2004  

Bush og Kerry

Nokkuð áhugaverð þessi umræða um að Bush hafi verið með móttökubúnað inni á sér í kappræðunum. Hann var, eins og þið eflaust vitið, með bungu á bakinu sem kom frekar undarlega fyrir sjónir. Ég hef heyrt ýmsar skýringar á bungunni hjá klæðskerum eins og t.d. Sævari Karli og Indriða Guðmundssyni, skraddara á Skólavörðustíg. Sævar telur að þetta sé ekki misfella í efninu heldur sé hann greinilega með eitthvað falið þarna undir. Indriði heldur því aftur á móti fram að klæðskeri Bush, sem er orðinn talsvert aldraður, hafi gert mistök við gerð jakkans og að bungan stafi af því.

Ég held að það sé ýmislegt á seyði í kappræðum sem þessum, en við tökum ekki almennilega eftir. Hérna eru kenningar mínar:

Kerry er með lítið en þó kröftugt senditæki sem sendir út suð á mjög mörgum tíðnisviðum (multi frequency jammer). Það kæfir merkið sem er ætlað Bush. Kerry getur þannig truflað móttökuna þegar mikið liggur við og Bush þarf að svara erfiðum spurningum.

Til að verjast þessu "jamming-device" hefur Bush alltaf komið með annað tæki í kappræðurnar: Rafsegulpúls-byssu (electromagnetic pulse gun). Hann miðar henni á Kerry og hleypir af og reynir þannig að gera senditækin hans óvirk.

Til að verjast því þarf Kerry að vera klæddur segulvesti innan undir jakkafötunum og hafa senditækið í sérstöku varnarhylki, sem opnast örskotstund um leið og hann skýtur út truflunum á Bush.

Til að reyna að eyða rafsegulpúls-byssu Bush notar Kerry byssu sem gefur frá sér gammageisla. Því er Bush í stanslausri geislavirkri skothríð. Til að verjast henni er Bush því í sérstökum jakkafötum sem eru blýhúðuð að innan.

Af því að Kerry er í segulmögnuðum jakkafötum notar Bush stóran rafsegul til að láta hann hendast til þegar hann segir mikilvæga hluti.

Ég sé kappræðurnar fyrir mér:

Eftir stutta byrjun, þegar frambjóðendurnir hafa rætt aðeins saman og Kerry skýtur erfiðri spurningu á Bush, þá gerist þetta: Bush stoppar og reynir að hlusta á heyrnartækið sitt, en fær ærandi suð í staðinn frá Kerry. Bush ýtir á leynilegan takka og Kerry byrjar að kippast til og frá eins og brjálæðingur. Kerry ýtir þá á takka og Bush skýst upp í loftið eins og raketta. Að lokum eru þeir ýtandi á einhverja takka sitt og hvað og kastast til um sviðið öskrandi og æpandi. Bush tekur upp hrískotabyssu, Kerry mundar handsprengju. Sérsveitarmenn koma inn í salinn: "Holy shit!!! DROP THEM!! DROP THEM!!!"

Þetta gerðist í Bandaríkjunum. Þeir hylmdu bara yfir það. Kappræðurnar sem við sáum sýnt úr voru bara plat.

posted by Doddi | 20:11


mánudagur, október 18, 2004  

Ótrúlegt en satt

90 kg Hrafnkell væri 900.000 milljón kg þungur á yfirborði nifteindastjörnu, vegna þyngdaraflsins þar. Hrafnkell, þetta gengur ekki. Þú verður að fara að megra þig.

posted by Doddi | 14:01
 

Close, but no cigar

Mér datt allt í einu í hug að kaupa Lottómiða um helgina á leiðinni upp í Munaðarnes. Ég keypti fimm raðir í sjálfvali og var bara nokkuð bjartsýnn með þetta. Um kvöldið sá ég síðan fyrir tilviljun þegar ég labbaði fram hjá sjónvarpinu að Lottóið var að byrja þannig að ég tók niður tölurnar. Ég fór að bera saman við miðann: "Hmmm fimmtán..... fimmtán, tuttugu..... tuttugu, tuttugu og einn...... tuttugu og einn, tuttugu og sex...... tuttugu og sex!!" Púff nú fór hjartað að slá maður - fjórar komnar réttar og bara ein tala eftir! "Þrjátíu og fimm...... þrjátíu og.......... tveir! Nooooooooo!" Talan 32 í línunni beint fyrir ofan... lít til baka... lít aftur á... lít til baka... lít aftur á... "Noooooo!"

Þetta er líklega það næsta sem ég hef komist því að verða milljónamæringur, ég hefði fengið 6,9 millur og það einn, því enginn fék fimm réttar. Það er svosem ekki merkilegt að fá fjórar réttar, en þegar sú fimmta er svona nálægt því að vera rétt........ arg

Fjárhættuspil

Ég hefði amk. tekið aðeins meiri séns í pókernum í gær ef ég hefði unnið. Það gekk mikið á skal ég segja ykkur. Hrafninn fór út með 20 kr í plús, Steggurinn með einhverja hundraðkalla í plús, Örninn með 220 kr í plús og Dúddúfuglinn með ca. 100 kr í plús. Semsagt allir í gróða :-) Ekki slæmur póker það. Póker sem virðist bara framleiða peninga. Magnað, við þurfum að gera þetta oftar, gætum jafnvel hætt að vinna bara :-)

posted by Doddi | 13:14