föstudagur, desember 17, 2004
Ong-Bak ég er kominn með nýja uppáhaldsleikkonu í aukahlutverki. Hún sýndi sæmilegasta leik í Ong-Bak en náði því að gera mann geðveikan með viðurstyggilegri rödd hennar. Ég legg til að döbbað verði yfir hana í næstu mynd, og þá sérstaklega í átakanlegum atriðum. Hinsvegar var ég ánægður með bardagaatriðin enda var það þau atriði sem drógu okkur félaganna á myndina, enda ekki á hverjum degi sem maður kíkir á taílenska mynd.
Sem sagt, þeir sem vilja sjá flotta bardagamynd verða að skella sér á Ong-bak, gef henni 5 stjörnur af 5 mögulegum fyrir atriði sem ég hef ekki séð áður á bíótjaldinu.
posted by Hrafnkell |
15:07
miðvikudagur, desember 15, 2004
Einkaþjálfarinn
Dúdúfuglinn hefur lítið mætt í ræktina undanfarið. Er það af því að hann er latur, eða er það kannski út af einhverju öðru?
Kannið málið og hlustið á einkaþjálfarann.
posted by Doddi |
21:30Spurning til bankanördsins
Þar sem að einn af nördunum vinnur í banka þá langar mig til þess að vita hvort að hann geti svarað mér eftirfarandi spurningu.
Þar sem að gengi krónunnar lækkaði í dag um 0,26% í 5,4 milljarða viðskiptum á millibankamarkaði og Dow Jones vísitalan hækkaði um 38,35 stig, eða 0,36% og endaði í 10.676,67 stigum og leiddi af sér endurnýjun á úrvalsvísitölunni þar sem Fjármála- og tryggingarfyrirtæki eru með um 66% vægi og halli á vöruskiptum í Bandaríkjunum nam 55,5 milljörðum dollara í október mánuði og er hallinn 4,6 milljörðum dollara meiri en í síðasta mánuði og 2,5 milljörðum meiri en á Íslandi sem svo leiðir af sér að vísitala neysluverðs í desember hækkaði um 0,46% frá fyrri mánuði, en síðastliðna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,9% og verðbólguhraðinn um þessar mundir er rétt undir efri þolmörkum verðbólgumarkmiðsins, sem eru 4%, en verðbólgumarkmiðið sjálft er 2,5%.
Þannig að spurning mín er.... hvað eiga nördarnir að gefa Guðfinnu í afmælisgjöf?
mánudagur, desember 13, 2004
Er búið að slá Van Helsing út?
Eins og allir kvikmyndaáhugamenn vita hefur Van Helsing verið álitið eitt stórbrotnasta kvikmyndaverk sögunnar. Ég er samt ekki frá því að hún hafi mætt jafnoka sínum í myndinni George and the dragon sem að við strákarnir horfðum á um daginn.
George and the dragon er epýskt stórverk sem spannar alla kvikmyndastíla sem til eru. Því er erfitt að flokka hana undir spennu- gaman eða dramamynd því að hún fléttar þessa stíla alla saman í einn stóran hræring sem lætur engan ósnortinn.
Myndin segir frá riddara einum (George) sem orðinn er þreyttur á þessu eilífa stríðsbrölti og vill fara að koma sér fyrir og eignast fjölskyldu. Það reynist honum þó erfiðaðra en hann býst við og áður en hann veit af er hann orðinn flæktur í vef svika og mikilla ævintýra. Það myndi skemma myndina fyrir öðrum ef að ég myndi reifa söguþráðinn enn frekar þannig að ég læt hér staðar numið um hann.
Hins vegar verð ég að nefna stórleikarann Patrick Swayze sem sló eftirminnilega í gegn í myndinni Dirty Dancing fyrir nokkrum árum. Hann leikur stórt hlutverk í George and the dragon og er óhætt að segja að hann hafi skotið sér aftur upp á stjörnuhimininn með þeirri magnþrungnu framistöðu. Ógleymanlegt er dansatriðið sem hann á við drekann og er það þess virði að sjá myndina eitt og sér. Mér kæmi ekki á óvart þó nafn hans myndi heyrast þegar Óskarinn verður afhentur.
Eins verð ég að nefna tæknibrellurnar sem slá jafnvel meistarastykkið Van Helsing út í gæðum. Þegar drekinn fyllir út skjáinn er ekki laust við að maður finni til ósvikinnar hræðslu og verður maður að klípa sig til þess að átta sig á því að þetta er bara kvikmynd.
Sem sagt George and the dragon fær tvímælalaust fimm nörda af fimm :):):):):)
posted by Hilmar |
16:22Það er víst lag í dag líka