Ég verð að segja að ég var mjög sáttur með þetta skaup. Oft hefur skaupið verið algjört flopp og bölvuð leiðindi frá A-Ö og verð ég að viðurkenna að mér leist ekkert á að Spaugstofumenn ættu að sjá um það. Hugmyndin að nota "alvöru" fólkið leika í þessu fannst mér algjör snilld þó svo að leikurinn hafi oft ekki verið uppá marga fiska eins og Kristján Kristjánsson og Ólafur Stefánsson sönnuðu en í raun fannst mér þetta fyndnara fyrir vikið.
Atriðin sem mér fannst standa uppúr fannst mér þó vera þegar Kristján Jóhannsson, óperusöngvari var algjörlega tekinn í gegn og fannst mér það gott á hann enda búinn að gera sig að algjöru fífli fyrir framan alþjóð.
Verst fannst mér hversu illa Sveppi og Jón Gnarr voru notaðir og fannst mér það mikil synd enda fyndnir menn með eindæmum.
Því gef ég skaupinu 4 stjörnur af 5 mögulegum
posted by Hrafnkell |
16:29