Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


föstudagur, janúar 14, 2005  

Lending á Títan

(Varúð! Nördaefni)

Merkur atburður í dag! Jákvæður líka, svona til tilbreytingar... ;) Evrópska geimskipið Huygens hefur nú byrjað aðflug að Títan, einu tungli Satúrnusar (að mínu mati merkilegasta tungl Sólkerfisins fyrir utan kannski Evrópu). Fylgist með úrunum ykkar, og klukkan 12:34 að íslenskum tíma skuluð þið segja "Hey! Huygens var að lenda á Títan!"



Update 16:10

Geimsjónaukar á Jörðinni hafa staðfest að geimpróban er lent á Títan. Með þessum skrifuðu orðum er hún að senda upplýsingar til Jarðarinnar um það sem þarna er að finna. Trítilmagnað verð ég að segja!


posted by Doddi | 11:44


mánudagur, janúar 10, 2005  

Drullumall

Ég verð hreinlega að segja frá atviki sem gerðist á æfingu núna í síðustu viku því ég er nokkuð viss um að svona gerist ekki nema örfáum sinnum ef nokkurn tímann aftur.

Þannig var það nú að langhlaup var á dagskrá æfingarinnar, planið var að hlaupa frá Fylkisheimili niður að Pizza Hut (Sprengisandur) og til baka. Jæja hópurinn leggur af stað og þegar komið svona 2 km frá Fylkisheimilinu er einum leikmanni af yngri kynslóðinni mál að fara á klósettið og þar að auki að gera númer tvö. Hann skellur sér afsíðis, gerir sitt og notar hanskana til að skeina sér og fleygir þeim síðan (tek það fram að það var skítkalt úti) og heldur aftur af stað. Skiljanlega er hann búinn að dragast aftur úr en heldur þó ótrauður áfram þangað til að honum er mál aftur,(hefur greinilega ekki klárað allt saman enda að flýta sér) fer aftur afsíðis og klárar rest. Hinsvegar var hann núna í smá bobba því hann hafði ekkert til að skeina sér með þannig að hann ákveður að hífa upp um sig, klára þessa 7 km sem átti að hlaupa og teygja síðan á eftir. Eftir teygjurnar kíkir hann á inní stuttbuxurnar sínar og eru þær bara brúnar útum allt og ógeðslegar. Þetta endar með að hann hendir þeim í ruslið.

Þetta slys var náttúrlega fljótt að berast út og hlegið var mikið af þessu enda ekki á hverjum degi sem menn lenda í hremmingum sem þessum.

posted by Hrafnkell | 11:11