Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


föstudagur, febrúar 25, 2005  

Góð vikubyrjun

Það hefur ýmislegt gengið á hjá mér upp á síðkastið. Það er verkefni í leiklistinni sem á að vinna og virkar það þannig að maður heimsækir einhvern stað í Reykjavík sem maður hefur aldrei komið á áður, "njósnar" um fólkið þar og leikur síðan það sem maður sá í tímanum á eftir. Á sunnudagskvöldið læddist ég því inn á Kaffi Austurstræti, aðal rónabæli bæjarins, í von um að ég myndi sjá eitthvað spennandi. Ég held ég sé heppinn að hafa sloppið þaðan út óskaddaður. Ég fór með upptökutæki þar inn og seinna í dag ætla ég að setja upptökuna hérna inn á nördana.

Á mánudaginn þegar ég var á leiðinni á leiklistarnámskeiðið þeyttist bíll sem var við hliðina á mér á Vesturlandsvegi til og frá í þokunni. Hann vó salt á vinstri og hægri hjólbörðunum til skiptis, þeyttist út á umferðareyju og munaði nánast engu að hann ylti þar. Ég fór út úr bílnum til að huga að fólkinu, sem dró sig þá út úr bílnum ómeitt, en vínfnykurinn af því útskýrði þá ýmislegt :-)
Hvað hefði nú gerst ef þau hefðu farið í hina áttina?? Þau hefðu lent á mér og hver veit hvað hefði þá gerst, á 70 km hraða í niðaþoku og á blautri götunni.

Þegar ég var kominn fyrir utan leikhúsið og búinn að leggja sat ég í smá stund í bílnum til að slaka á áður en ég ætlaði inn. Skyndilega kipptist bíllinn til. Ég fór að líta í kringum mig og sá að bíll hafði lent á mér, og það furðulega var, hann var mannlaus! Ég fór út til þess að athuga hvað væri á seyði. Enginn sjáanlegur og ég stóð þarna og klóraði mér í hausnum. Það hafði "ekið" á mig mannlaus bíll! Ég fór að grennslast fyrir og komst að lokum að því að blaðamaður hjá Mogganum (þetta var bílastæði Moggans) hafði gleymt bílnum sínum í hlutlausum, gleymt að auki að setja í handbremsu og bíllinn því tekið að renna til á stæðinu á meðan hann hljóp inn. Fyrr má nú vera hvað sumir eru að flýta sér!

posted by Doddi | 09:17


fimmtudagur, febrúar 24, 2005  

Bankastuð

Það er ekki hægt að segja annað en að maður sjái fullt af skrítnu liði hér í bankanum. Þrjár manneskjur komu inn í bankann áðan, ein kona og tveir karlar, tvö þeirra settust niður en sá þriðji settist niður og bað um að fá Svarta kortið frá Visa. Þegar tékkað var á kúnnanum kom í ljós að þetta var maður sem má ekki fá neitt nema að tala við útibússtjóra eða einhvern háttsettann útaf skuldum eða einhverju svoleiðis.

Allavega var honum synjað hann og hann var nú ekki paránægjur með þetta, trompast og segist hafa talað við útlendingaeftirlitið og þeir hafi sagt að þetta væri persónubrot á sér, og hótaði þar á eftir flýja land...........greinlega alveg snargeðveikur tappi. Fór hann um bankann, öskraði á nokkra í viðbót þangað til öryggisvörður kom og bað hann um að róa sig. Hann gerði það og tók vini sína með sér.

Seinna heyrði ég að fólkið sem var með honum eru víst fræg mæðgin, og ekki fræg í góðri meiningu því þau búa víst í sendibíl og sofa saman..............JÁ SOFA SAMAN KYNFERÐISLEGA. Þetta er sem sagt alveg eðalgengi sem gekk inn áðan.

posted by Hrafnkell | 14:16