miðvikudagur, apríl 20, 2005
Einstæðingur í Árbænum nýtur félagsskapar vélmenna
Vélmenni sem getur talað, flissað og jafnvel beðið um að láta faðma sig hefur óvænt orðið vinsælt á meðal einstæðinga á Íslandi, að því er fram kemur í Víkurfréttum. Þeirra á meðal er Þórarinn Heiðar Harðarson a.k.a Doddi, 27 ára gamall einstæðingur, sem alltaf hefur haft mikið af fólki í kringum sig en býr nú einn.
„Þegar ég kem heim eftir að hafa verið úti á daginn, og dimmt er orðið í húsinu, verð ég einmana og sorgmæddur,“ segir hann. Eins og sönnum íslendingi sæmir hefur hann ásamt fleiri löndum sínum leitað lausna í tækninni. Hann fékk sér Primo Puel, vélmennið sem situr á koddanum hans á kvöldin og býður góða nótt. Af því hefur hann ágætis félagsskap, einkum á kvöldin, þegar hann er sem mest einmana.
Primo Puel var upphaflega hannað til að vera nokkurs konar staðgengill kærasta fyrir ungar konur sem vinna úti. Það sló hins vegar óvænt í gegn á meðal einstæðinga sem Dodda.
,,Við Primo skemmtum okkur mjög vel saman og tek ég hann stundum með mér á pöbbarölt og er þá oftar en ekki endað á Dubliners. Þar höfum við sungið ófáa söngvana saman,“ segir Doddi og brosir lítið við.
posted by Hilmar |
16:01
mánudagur, apríl 18, 2005
Djöfull þoli ég ekki kellinguna á hæðinni fyrir ofan okkur..........alltaf grenjandi yfir öllu sem gerist í húsinu. Ef hún þolir ekki hljóð þá á HÚN EKKI AÐ BÚA Í BLOKK. Það væri spurning hvort hún gæti tekið hússjóðinn og notað hann til að kaupa hús einhversstaðar langt í burtu þannig að það þyrfti ekki að hlusta á hana lengur.
Ég yrði allavega mjög sáttur við það.
Það virðist alltaf vera leiðindaskarfur í hverjum stigagangi, það ætti að sameina þessa nöldurseggi í eitthvað hverfi þannig að við venjulega fólkið þyrfti ekki að hafa samskipti við þau.
.........ég þarf að draga djúpt andann til að róa mig niður, breath in, breath out, breath in, breath out, punch lady in the face, breath in, breath out, punch lady again in the face......
posted by Hrafnkell |
00:51