Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


fimmtudagur, júní 16, 2005  

Heil og sæl!!!

Jæja strákar ég er búinn að skella inn 258 myndum frá steggjuninni á Kela sem að Sigurgeir lét mig fá!!!!

Kíkið endilega á þetta og commentið eitthvað skemmtilegt.....

http://hix.lht.is

hix out....

posted by Hilmar | 16:15


miðvikudagur, júní 15, 2005  

Fylkir-Fram

Á morgun kl 19:15, og það er aldrei að vita nema fjórða markið á tímabilinu líti dagsins ljós :)

Ef Landsbankadeildin væri búin núna þá fengi ég bronsskóinn...... ég ætla að hringja í KSÍ.

posted by Hrafnkell | 22:57


þriðjudagur, júní 14, 2005  

Ég var að skoða smáauglýsingarnar og leita mér að sófasetti þegar ég rakst á þessa auglýsingu...



Hver í andsk... myndi kaupa þennan sófa????????

posted by Hilmar | 10:18


mánudagur, júní 13, 2005  

Heil og sæl

Já mikið rétt hjá íþróttanördinu við erum ekki duglegustu bloggararnir....

En maður verður að byrja á því að óska íþróttanördinu til hamingju með markið sem hann skoraði í gær... steggjunin seinustu helgi virðist hafa haft góð áhrif á hann. Spurning hvort að hann ætti að prófa að sturta í sig heilli flösku af Southern Comfort tveimur dögum fyrir leik, það myndi örugglega enda með þrennu!!!

Með þessu marki er hann orðinn markahæsti leikmaður Fylkis og í 4. sæti yfir markahæstu menn deildarinnar (spurning hvort að hann ætti ekki að kosta meira en 150.000 kr í draumaliðsleiknum).

Doddalingsnördið sló svo í gegn um helgina í sínu fyrsta giggi og er spurning hvort að þetta sé upphafið að farsælum trúbadorsferli. Sé hann alveg fyrir mér eftir svona 15 ár þegar hann gefur út sjálfsævisögu sína og leikur í Esso auglýsingum.

Hjá mér er það annars að frétta að ég er loksins að fá afhenta íbúðina núna á miðvikudaginn!!! Þá tekur við sparsl og málun þannig að innflutningspartýið ætti að geta verið á fimmtudagskvöldið. Myndi samt mæta í fötum sem mega fá smá málningu í sig.

hix out.....

posted by Hilmar | 11:36
 

Helgin

Ég held að það sé kominn tími á smá blogg á síðunni, virðist ekki vera mikið í gangi í lífi nördanna eða þeir eru bara latir að segja frá því.


Allavega það sem ég gerði var að ég fór í útskriftarveislu til hans Sigurgeirs, sem var að klára tölvunarfræði í HR. Til hamingju með það Sigurgeir. Þar voru komnir saman strákar úr "gullaldarliði" Fylkis í körfubolta og voru rifjaðar gamlar sögur af bæði boltanum og djamminu, og var gaman að hitta liðið eftir allan þennan tíma. Voru fjöldskylduaðstæður flestra breyttar síðan þá en þetta eru samt sömu vitleysingarnir og fyrir 7-8 árum. Flestir voru aðeins að fá sér í tána en ég þurfti að fara tiltölulega snemma heim vegna leiksins við Grindavík í gærkvöldi.

Meðan ég man þá óska ég líka henni Öbbu til hamingju með útskriftina úr lögfræði.


Spurning hvort Doddi þurfi ekki að segja frá fyrsta gigginu sínu um helgina. Fékk marga þúsund kalla fyrir að halda uppi stuði í Landsbankaferð á laugardaginn.
Spurning hvort ég þurfi ekki að vera managerinn hans og redda fleiri skemmtunum fyrir Doddaling.


Keli out..............

posted by Hrafnkell | 00:17