Það er kannski kominn tími til að blogga aðeins um brúðkaupið. Dagarnir fyrir brúðkaupið voru strembnir og vorum við að vinna frá morgni til kvölds í undirbúningi. Redda þurfti köku á miðvikudegi þar sem bakarinn hringdi á þriðjudegi í okkur og sagði að hann væri að fara til útlanda en sem betur fer reddaðist þetta þrátt fyrir að lítast ekkert á blikuna á tímabili. Á sjálfum brúðkaupsdeginum þá var mætt í salinn um morguninn til þess að skreyta og annað slíkt þar sem við fengum hann ekki fyrr vegna veislu sem var kvöldið áður. Góðir vinir og vinkonur mættu og hjálpuðu við að gera allt klárt, voru þó sumir frekar tussulegir ;)
Var ég að til klukkan að verða 13:00 á brúðkaupsdaginn og þar sem athöfnin átti að byrja klukkan 15:00 var heldur betur kominn tími til að koma sér heim í sturtu og gera sig til. Guðfinna var búin að vera í hárgreiðslu og förðun um morguninn og vissi þar af leiðandi ekkert hvernig gekk að klára salinn og er ekki hægt að segja að hún hafi orðið fyrir vonbrigðum (takk fyrir þetta, you know who).
Athöfnin gekk vel fyrir sig, Páll Óskar söng glæsilega í kirkjunni með mikilli innlifun og endað var á Kiss laginu, I was made for loving you sem útgöngulagi og vakti það mikla lukku með gesta.
Við Guðfinna fórum síðan í Hljómskálagarðinn í myndatöku áður en við héldum til veislu í Rafveituheimilinu í Elliðaárdal.
Veðrið var alveg frábært , sólskin og 20-25°C og því var frekar heitt inni en fólk gat farið útá pall og haft það gott þar.
Veislan tókst að mínu mati mjög vel, góður matur, skemmtilegar ræður, hressandi videó og vel heppnuð skemmtiatriði. Eftir kökuna þá var dansað og drukkið fram á nótt. Síðan héldum við brúðhjónin niður á Hótel Loftleiði og gistum þar um nóttina. Því miður var vakið okkur með flugvélum að taka á loft um 8 leytið þar sem okkar herbegi snéri út á flugbraut, og því gátum við ekki sofið út eins og við vildum þó svo að við lögðum og fram að hádegi eftir að hafa fengið morgunmat uppá herbergi og gefið hvort öðru morgungjöf.
Jæja nóg komið í bili...... Keli out.
p.s Alda takk fyrir skreytinguna í bílnum.
posted by Hrafnkell |
09:31