föstudagur, ágúst 12, 2005
Svo að við höldum áfram þessari gífurlega spennandi umræðu um virðisaukaskattslögin þá rakst ég á efirfarandi ákvæði í mínum daglega lestri á lagasafninu:
Þú hefðir sem sagt getað talið þetta fram sem danskennslu eða prestsþjónustu og sloppið algjörlega við virðisaukaskattinn.
Þess ber þó að gæta að eftir ákvæðinu fylgir:
Undanþágur skv. 3. mgr. ná aðeins til sölu eða afhendingar vinnu og þjónustu sem þar getur, en ekki til virðisaukaskatts (innskatts) af aðföngum til hinnar undanþegnu starfsemi, sbr. 3. og 4. mgr. 15. gr. og 1. mgr. 16. gr. Þetta getur verið varasamt og þá sérstaklega 4.mgr.15.gr sem segir orðrétt:
Innskattur á uppgjörstímabili er sá virðisaukaskattur sem fram kemur á reikningum þeirra sem selt hafa hinum skattskylda aðila á tímabilinu, svo og virðisaukaskattur af innflutningi hans á tímabilinu, sbr. XI. kafla. eins ber að varast XI. kafla því þar segir:
Skattskyld vara og þjónusta, sem eigandi tekur út úr eigin fyrirtæki, telst til skattskyldrar veltu á því uppgjörstímabili þegar úttektin á sér stað. Sama gildir um skattskylda vöru og þjónustu sem fyrirtæki notar í öðrum tilgangi en varðar sölu þess á skattskyldum vörum og þjónustu eða í tilgangi er varðar atriði sem rakin eru í 3. mgr. 16. gr. Fyrir áhugasama þá er 3.mgr.16.gr mjög skemmtileg lesning og mæli ég með því að kynna sér hana vel, ef ekki af nauðsyn þá til skemmtunar.
Ég ætla að vona að þetta hafi varpað einhverju ljósi á málið.
posted by Hilmar |
23:29
fimmtudagur, ágúst 11, 2005
Illræmt lögregluríki
Það er nánast orðið ólíft í miðbæ Reykjavíkur eins og ástandið er núna. Löggæslan hérna gengur svo langt að fólk fær varla að fara út úr húsi lengur. Ég fór niður í bæ um daginn til þess að borga virðisaukaskatt (og by the way af því ég borgaði of seint þurfti ég að borga formúgu í sekt). Þegar ég kom til baka var ég kominn með stöðumælasekt, við íbúðarhús á Bergstaðarstræti þar sem er fáránlegt að láta fólk borga fyrir stæði. Það voru öngvir stöðumælar heldur svona ömurleg park-vél sem ælir út úr sér miða, þrátt fyrir að þetta væru bílastæði sem liggja ekki hlið við hlið heldur eftir endilöngu. Mér datt ekki í hug að þar leyndist stöðumælagæsla. Þetta er eins og illræmt lögregluríki. Ég hvet alla Reykvíkinga til þess að taka höndum saman, berjast gegn þessari harðstjórn og rífa niður alla stöðumæla borgarinnar! Klukkan fjögur í dag mun ég hlekkja mig við eins marga stöðumæla og ég get uns borgarstjórnin gerir eitthvað í málinu. Eins hvet ég krakka og unglinga til þess að troða í eins mörg stöðumælagöt og mögulegt er: Tyggjó, bréf, nammi, franskar.... bara hvað sem er. Ég hvet líka Sveppagreifa til þess að úða eins miklu metómóli á stöðumælana og hægt er (sjá: Svalur og Valur - Burt með Harðstjórann).
Hugmyndir að slagorðum: "Ég ríf niður stöðumæli, míg á hann og síðan æli!" "Ég hef nú stöðumælinn skekkt, látið mig fá aðra sekt!" "Ég vil nú fá að leggjí stæði, annars rennur á mig berserksæði!"
posted by Doddi |
15:12