Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


föstudagur, september 30, 2005  


Nýr samningur við Fylki.

þá er það komið á hreint að ég verð í Árbænum allavega 2 ár í viðbót. Þá er bara að skemmta sér vel á lokahófi KSÍ á morgun. Þeir sem vilja koma þá er það haldið á Braodway, Á móti sól spilar og ballið er til klukkan 3.

Keli out.....

posted by Hrafnkell | 16:18


miðvikudagur, september 28, 2005  

Magnað

Tekist hefur í fyrsta skipti að ná myndum af risasmokkfiski í náttúrulegum heimkynnum sínum í sjónum. Það voru japanskir vísindamenn, sem náðu þessum áfanga en myndirnar voru teknar á nærri 900 metra dýpi.

Smokkfiskurinn er talinn vera 8 metra langur. ÞAÐ ER STÓRT KVIKINDI!


Hér má sjá smokkfiskinn skjóta út leisigeisla í átt að myndavélinni.

posted by Doddi | 16:59
 

Jæja, þá er komið að því að svara þessu "klukki" með tilgangslausum staðreyndum um mig.

1) Ég er 27 ára, 192 cm og 88 kg, sem sagt undir kjörþyngd en samt helmingi þyngri en flestir í Nördahópnum.

2) Ég ét engin ber. Jarðaber, bláber, brómber, krækiber og allt annað sem endar á ber. Á reyndar til að borða allsber.

3) Ég er með valbrá á hælnum sem lítur út eins og Evrópa á korti.

4) Ég er með einn tölvuleik í tölvunni minni, enda hef ég engann tíma til að spila tölvuleiki og er sá leikur 4 ára gamall.

5) Ég er kominn með ógeð á Stubbunum (Teletubbies)

posted by Hrafnkell | 15:13