miðvikudagur, október 05, 2005
Að gefa skít........
Gerðist smá hér í bankanum sem mér finnst frekar fyndið en flestum öðrum ekki, það er hraðbanki hérna fram á gangi og einhver hefur verið svo gjafmildur að skíta í ruslafötuna þar.
Nú er bara að tékka á eftirlitsmyndavélunum og athuga hver var að verki. Mig grunar Sigurgeir þar sem hann vinnur hjá KB banka :-) en það kemur allt í ljós.
þriðjudagur, október 04, 2005
Nýr samningur við Fylki.
Þá er það komið á hreint að Tryggvi Hákonarson mun spila með Fylki á næsta ári. Talið er að Fylkir hafi viljað styrkja lið sitt eftir að erkifjendurnir í KR náðu að stela einum af burðarásum liðsins á seinustu leiktíð....
mánudagur, október 03, 2005
Nýr samningur við Fylki.
Þá er það komið á hreint að Þórarinn Heiðar Harðarson verður í Árbænum allavega 2 ár í viðbót. Lokahóf Fylkis var haldið á Dubliners seinustu helgi og fór Þórarinn hamförum og var meðal annars valinn besti maður leiktíðarinnar....