föstudagur, desember 09, 2005
Slæmar og verri fréttir
Læknirinn segir við sjúklinginn: "Ég er með slæmar fréttir og verri fréttir. Slæmu fréttirnar eru að þú átt aðeins 24 tíma eftir ólifaða."
Sjúklingurinn: "Það eru mjög slæmar fréttir. Hvað gæti verið verra?"
Læknirinn: "Ég er búinn að vera að reyna að ná í þig frá því í gær."
Lyfseðill
Kona gengur inn í apótekið og segir við lyfsalann að hún vilji kaupa blásýru. Lyfsalinn spyr: "Hvers vegna í ósköpunum þarft þú blásýru?" Konan útskýrir þá fyrir honum að hún þurfi að eitra fyrir eiginmanninum. Augu lyfsalans víkka, og hann segir "Ég get ekki látið þig fá blásýru til að myrða eiginmanninn þinn! Það er ólöglegt. Ég myndi tapa réttindunum. Við færum bæði í fangelsi og allt hjá okkur færi til andskotans. Þú getur gleymt því! Þú færð ekki blásýru!"
Konan fer þá í veskið sitt, dregur út mynd og réttir lyfsalanum. Myndin er af manninum hennar með konu lyfsalans í rúminu. Lyfsalinn lítur á myndina og segir: "Nú svo þú ert með lyfseðil. Hefðir átt að segja það strax."
Óvinir?
Tveir prestar settust upp í flugvél. Annar settist í gluggasæti, hinn í miðjusæti. Rétt fyrir flugtak settist allsherjargoðinn í ysta sætið. Goðinn sparkaði af sér skónum, teygði úr sér og var að koma sér fyrir þegar presturinn við gluggann sagði: "Ég held ég þurfi að sækja mér kók"
"Ekkert mál vinur minn", sagði goðinn. "Ég skal sækja það fyrir þig."
Á meðan goðinn var í burtu tók presturinn upp annan skóinn hans og hrækti í hann. Þegar goðinn kom aftur sagði presturinn í miðjunni "Þetta lítur vel út, ég held ég fái mér kók líka". Aftur fór goðinn og sótti kók. Á meðan hann var í burtu tók presturinn í miðjunni upp hinn skóinn og hrækti í hann. Goðinn kom aftur með kókið, settist niður og flugið hélt áfram.
Þegar flugvélinn var lent fór goðinn í skóna og fann um leið hvað þeir höfðu gert. "Hversu lengi þarf þetta að vera svona?" Sagði hann. "Allur þessi kuli á milli okkar? Allt þetta skilningsleysi? Öll þessi óvild? Hrækja í skó og míga í kók?"
posted by Doddi |
16:39
miðvikudagur, desember 07, 2005
Vandamálahorn dr. Dúddús
Þar sem kynlífsvandamálahorn Ravens virðist vera í ansi löngu hléi hafa menn neyðst til þess að leita ráða hjá öðrum sérfræðingi, dr. Dúddús. Hérna eru nokkrar spurningar frá lesendum og svör við þeim:
Spurning: Ég er með svona rauða kúlu út úr rassinum, lítur út eins og blóðkúla. Hún er ekki stór en virðist þrýstast út. Hefurðu eitthverja hugmynd um hvað þetta er eða hvort þetta sé hættulegt fyrir mig? Gæti verið að ég sé stíflaður? Kveðja Hrafnkell Svar: Sæll Hrafnkell, þú skalt stinga á þetta með nál. Kveðja, dr. Dúddú
Spurning: Ég æli stundum glæru, með hvítum strimlum í sem líktist núðlum og kippast til í nokkrar sekúndur. Geta þetta verið ormar? Mér finnst þetta frekar dramatískt og er með miklar áhyggjur. Svo veit ég heldur ekki hvernig þetta er með fólk og katta-orma, er mannfólk í einhverri smithættu og hvað getur gerst? Kærar þakkir, Hilmar Svar: Sæll, það er líklegt að um orma sé að ræða. Þú mátt ekki knúsast svona mikið í kettinum. Ef þú ferð til dýralæknis með köttinn í bólusetningu fáðu þá ormalyf fyrir þig í leiðinni. Kveðja, dr. Dúddú.
Spurning: Ég hef stundum fengið svolítið skrýtnar bólgur á vininn, virðist stundum vera eins og graftarbólur en svo hefur það alltaf bara horfið og ég hef ekki haft neinar áhyggjur af því. Fyrir ca 6 vikum fékk ég svo voða einkennilegt sár á annað eistað, það var dálítið ljótt og kom svona hrúður á það. Ég reiknaði með að ég hefði náð mér í þetta á djamminu og gerði ekki meira í þessu. Þetta greri vel og vinurinn kveinkaði sér ekkert og þetta pirrar mig ekki neitt. En svo tók ég eftir dálítilli bólgu hægra megin á félaganum, það minnti mjög á svona bólguhnúð eins og maður fær þegar maður er með hálsbólgu. En þetta fór á tveimur dögum og allt í fína. Nú er þetta hins vegar komið aftur en núna hinum megin, bólgan og allt. Þetta lítur alveg eins út og það er sama sagan og áður, vinurinn kveinkar sér ekkert og er í fínu formi. Hann hagar sér eins og venjulega. Það virðist hreint ekkert vera að félaganum nema þetta. Þarf ég að hafa áhyggjur af þessu? Er eitthvað að óttast þegar svona er? Á ég að gera eitthvað í þessu? Kveðja, Tryggvi Svar: Sæll Tryggvi. Þetta ættir þú að biðja dýralækni um að skoða. Kveðja dr. Dúddú.
Spurning: Sæll Dúddú, ég er kominn með síðan poka aftarlega á spönginni, á milli fótanna. Það hefur læðst að mér sú hugsun, að ef til vill sé ég kviðslitinn. Hver eru einkenni kviðslits? Er eitthvað hægt að gera við kviðsliti? Með þökk og kveðjum frá Reyni. Svar: Sæll Reynir. Ert þú geldur? Ef svo er þá getur farið að vaxa nýr pungur í staðinn fyrir þann sem var tekinn. Hann vex þá gjarnan þarna milli afturfótanna á spönginni. Kviðslit er mun alvarlegra mál, þá rifna kviðvöðvarnir og hlutar þarmanna geta þrýsts út um gatið og yrðir þú þá mjög veikur. Maður getur auðveldlega greint þar á milli og í þínu tilviki er líklega um aukapung að ræða. Kveðja dr. Dúddú
posted by Doddi |
15:49