Ég fékk þær gleðilegu fréttir að ég er ekki með slitin krossbönd og því stefni ég á að vera kominn í bolta eftir 2 mánuði. Þó það sé nú ágætlega langur tími þá er það þó mun skárra en 6-8 mánuðir. Spurning hvort limurinn lagist í kjölfarið?
posted by Hrafnkell |
09:37
þriðjudagur, febrúar 07, 2006
Málstofa - kræklingarækt í heimahúsi
Föstudaginn 10. febrúar flytur Hilmar Steinþórsson erindið "Kræklingarækt í heimahúsi".
Erindið verður flutt í fundarsal á fyrstu hæð Skúlagötu 4 og hefst kl. 12.30. Allir eru velkomnir.
Kræklingur hefur lítið verið nýttur hérlendis. Áður fyrr var hann tíndur og notaður í beitu en sáralítið til manneldis. Á síðari árum hefur færst í vöxt að fara í kræklingafjörur og tína sér til matar. Oft hefur sést til Tryggva Hákonarsonar týna þessa búbót í fjörunni eftir djammferðir í bænum, í stað þess að fara á Hlöllabáta. Hin síðari ár hafa verið í gangi tilraunaræktanir á kræklingi víðsvegar um landið á vegum einkaaðila. Ýmsar aðferðir eru notaðar við ræktun kræklings, en nú hefur Hilmar Steinþórsson fundið upp á nýstárlegri aðferð við ræktun hans í heimahúsi. Hilmar hefur einkum nýtt baðkarið við ræktunina, en þar til nú hefur eingöngu verið ræktað á línum í sjó. Í stuttu máli leggst Hilmar með kræklingnum einu sinni á dag og gælir við hann í rólegheitum. Hann kyssir og strýkur kræklingslirfunum og hreinsar burt þara og hrúðurkarla. Hilmar hefur alltaf verið vinur vatnadýra og sérstaklega gullfiska, enda þykir það undarlegt að einn þeirra hafi ákveðið fremja sjálfsmorð hér á árum áður.
"Þetta er góður matur og það er gott að geta gripið í hann hvenær sem er," segir Hilmar hreykinn. "Svo er það líka sterkur leikur að bjóða dömum heim í hráan krækling eftir gott djamm í bænum. Þetta er mun hollara en Hlöllabátur!"
posted by Doddi |
15:08Bara bók
Bókasafnari rekst á kunningja sinn á förnum vegi. Kunninginn segir honum að hann hafi nýlega hent gamalli Biblíu sem hann hafði fundið í rykugum, gömlum kassa. Hann minnist á að að Guten-einhver eða einhver álíka hefði prentað hana.
"Ekki Gutenberg?" spurði safnarinn og tók andköf.
"Jú, það passar!"
"Fíflið þitt! Þú ert búinn að henda einni af fyrstu bókunum sem voru prentaðar! Fyrir stuttu seldist þannig eintak á uppboði á 50 milljónir króna!!"
"Nú jæja já," segir kunninginn. "En ég held að þessi bók hafi ekki verið nærri svo verðmæt. Það var búið að krota í hana hér og þar af einhverjum gaur sem heitir Martin Luther."
posted by Doddi |
11:26Hrafnkell þarf að spegla sig
Ekki er ennþá ljóst hvort Hrafnkell Helgason hinn fjölhæfi leimaður Fylkismanna sé með slitinn getnaðarlim en hann fór í myndatöku í dag og var ekki hægt að sjá það á myndum vegna bólgu.
"Ég fékk ekki endanlegar niðurstöður. Kóngurinn er marinn og mikil bólga í limnum. Það var það mikil bólga að ég þarf að spegla mig" sagði Hrafnkell við nördafréttir í dag.
Því er ekki komið í ljós hvað þessi 27 ára gamli leikmaður verður lengi frá en hann sagði um það: "Allavega 6-8 vikur út af þessu en hvort það verði 6-8 mánuðir verður að koma í ljós þegar ég er búinn að spegla mig"
posted by Hilmar |
10:21