Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


föstudagur, mars 10, 2006  

Skyndiárás

(3 Janúar 2005, St Maurice, Sviss)

Þetta var fyrsta vikan í vopnaþálfun, og hin svissneska fótgönguliðasveit nr 20/5 hafði nýlokið þjálfun með hlaðna riffla. Skotþjálfarinn gaf hermönnunum skipun um að tryggja vopn sín því þeir áttu að taka pásu.

Hinn 24 ára gamli liðsforingi sveitarinnar ákvað að nú væri gott tækifæri til að sýna hnífsárás á hermann. Hann tók upp byssusting og stökk á einn af mönnum sínum, og kom honum algerlega á óvart.

En fyrr í vikunni hafði hermönnunum verið kennt að losa öryggið og gera byssuna klára á sem allra skemmstum tíma. Þessi skelkaði hermaður, er hann sá foringjann sinn stökkva í áttina á sér með hníf, gerði byssuna samstundis klára og hleypti af skoti til að verja sig frá árásinni.

Þessi lexía hefði ekki getað heppnast betur: Hermaðurinn hafði bjargað sér og varið afganginn af sveitinni frá skyndiárás. Liðsforinginn hefði örugglega viljað heiðra hermanninn fyrir skjót viðbrögð sín og nákvæmt mið. En því miður hafði hann verið drepinn með einu skoti.

Þetta sýnir okkur, börnin góð, að það á hvorki að leika sér með hnífa né byssur. Jafnvel þó við séum þjálfaðir fagmenn, og allra síst ef skotmarkið er þjálfaður fagmaður.

Ég vil bæta því við að þessi saga er sönn.

posted by Doddi | 10:52


fimmtudagur, mars 09, 2006  

Hrafnaþing?

Ég hef aldrei séð jafn marga hrafna samankomna eins og í morgun uppi í Árbæ. Ég var á leið í vinnuna þegar ég sá þá við hliðina á tveimur ruslagámum sem eru við vörubílastæðin fyrir ofan Hraunsás. Ég stoppaði úti í kanti og taldi þá og þeir voru 27 talsins. Nokkrir voru að éta matarleifar en hinir voru samankomnir í stóran hring. Einn hrafn baðaði út vængjunum og dansaði á öðrum fæti í miðjum hringnum. Furðulegar skepnur.

Rétt hjá var lítill hópur af snjótittlingum að borða eitthvað brauð. Hrafnarnir létu þá alveg vera.

Hrafnkell, hvað finnst þér um þetta mál?

posted by Doddi | 14:43


þriðjudagur, mars 07, 2006  

Bloggeríblogg

Já það virðist vera voðalega lítið að gerast hjá okkur nördunum þessa dagana ef eitthvað er að marka skrifin á þessa síðu.

Ég hef svo sem ekki lagt það í vana minn að blogga frá mínu daglega lífi en það má svo sem reyna það svona einu sinni.

Seinasta föstudag fór ég í fyrsta skipti í Laugar. Fórum hérna í vinnunni til þess að fagna stofnun nýja starfsmannafélagsins okkar SIC (Starfsmannafélag Iceconsult). Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með aðstöðuna þarna og held ég að ég muni skipta út kortinu í Árbæjarþreki fyrir kort í Laugum. Við fórum reyndar í allan pakkan eða VIP búningsherbergið og í SPA-ið á eftir. Svoleiðis árskort kostar um 115.000 kall sem að mér finnst í sjálfu sér ekki mikið fyrir það sem að maður fær. Það eina er að maður hefði aldrei tíma til þess að hanga í gufubaði og liggja í lazyboy eins og staðan er í dag allaveganna. Kannski maður geri þetta í ellinni (eftir þrítugt).

Annað sem er að frétta af mér er að ég fjárfesti í nýju sófasetti um helgina, loksins!!. Sem þýðir það að ég get hent blómasófasettinu í Sorpu nema einhver vilji alveg ólmur eignast það. Þá er það til sölu á 255.000 kall sem er gjafaverð. Ég keypti mér sem sagt dökk dökk brúnt leðursófasett og eini gallinn við það er sá að ég er í fullri vinnu við það að kenna kettinum að hann má ekki klóra í það eins og hann mátti gera við blómasófasettið. Það hlýtur að koma á endanum en bara spurning hvernig sófasettið mun líta út þá. Kannski verð ég líka heppinn og kötturinn fær fuglaflensuna og .... nei nei.

Já og bókin sem ég er að lesa þessa dagana heitir "Þriðji tvíburinn" eftir Ken Follet og kom hún mér skemmtilega á óvart. Fékk hana að gjöf fyrir það eitt að láta stórskrýtinn kall koma heim til mín og kynna fyrir mér "Íslandsatlasinn". Hvað sem því líður þá mæli ég með þessari bók fyrir þá sem hafa gaman að því að lesa. Fyrir Kela íþróttanörd hins vegar er óhætt að mæla með bókinni "ASP.NET For Professionals" sem er óendanlegur fróðleikur um undraheim Active Server Pages (ég veit hvað þú hefur gaman að þeim).

En ég hef svo sem ekki meira að segja í bili.... heyrumst!!!!!

posted by Hilmar | 11:10


mánudagur, mars 06, 2006  

Bloggleti.

Jæja, mér sýnist bloggletin að vera drepa okkur alla og því komin tími á að það komi eitthvað á síðuna. Ég hef svo sem ekki mikið að segja þannig séð en ég fór allavega á Píkusögur með alþingiskonunum á miðvikudaginn. Nokkuð góð sýning og konurnar stóðu sig með prýði á sviðinu, en einhvern veginn fannst manni skrítið að horfa á alþingiskonurnar stynja upp á sviði eða tala um píkur.

En hvað um það, gott framtak hjá þeim.

Ég bíð eftir Parísarferðasögu frá Reyni.

Keli out

posted by Hrafnkell | 10:01