Kalli Jóns, sjálfstætt starfandi sérfræðingur í málefnum fríðari kynsins, segist vita nákvæmlega hvað konur þola ekki.
"Passaðu að reyna ekki of mikið við dömuna í kvöld," var það sem Kalli ráðlagði Reyni fyrir stefnumót einu sinni. "Treystu mér, konum líkar það ekki þegar þú reynir of mikið við þær, t.d. að kyssa hendur þeirra á fyrsta stefnumóti. Passaðu þig á því að hellast ekki yfir þær með of mikilli ástúð, því það vopn MUN snúast í höndunum á þér."
Reynir var hissa á þessum ráðum.
Jafnvel þótt Kalli sjáist ekki mikið í kringum konur, þá segja menn að hann sé alltaf meira en reiðubúinn til að gefa ráð um það hvað þeim mislíkar.
"Fyrir nokkrum mánuðum var ég á leið í leikhús með stelpu, og Kalli stakk upp á því að ég skipti um skó", segir Hilmar, vinur Kalla og herbergisfélagi til margra ára. "Samkvæmt reynslu Kalla, þá þola konur ekki tennisskó. Hann segir að ef þú ferð í tennisskóm á stefnumót, sérstaklega Converse skóm, þá finnst þeim eins og þær sé ekki nógu mikils virði, því þú tímir greinilega ekki að fara í góðum skóm til að hitta hana. Líklega mun hún þá ekki fara út með þér aftur, sama þótt þú grátbiðjir hana."
Hilmar hlustar alltaf á Kalla Jóns.
Hilmar heldur áfram: "Einu sinni spurði Kalli hvað ég ætlaði að hafa að borða handa stelpu sem ég bauð í mat. Þegar ég sagðist ætla að búa til pizzu handa henni með portabello osti og grilluðum pipar, fríkaði hann út. Hann sagði mér aftur og aftur að það ætti aldrei að bjóða stelpu í pizzu því þær myndu móðgast. Jafnvel þó þú myndir panta alvöru pizzu frá Dominos, bakaða af fagmönnum, þá myndi hún ekki þola það."
Meðal annarra hluta sem Kalli Jóns bendir á að konur þoli ekki: Tala út í eitt og leyfa þeim ekki að komast að, kitla þær á meðan þær bíða eftir því að komast á klósettið, enda hverja einustu setningu á "bara að grínast", halda ekki fyrir munninn þegar maður hóstar, bora í nefið, og bera líkama þeirra saman við líkama frægra klámstjarna.
Þrátt fyrir að sérfræðiráðgjöf Kalla Jóns sé yfirleitt hunsuð, þá virðist vera þess virði að hlusta á hann.
"Einu sinni sagði Kalli mér að konur þyldu það ekki þegar strákar þykjast spila á gítar, sérstaklega þegar AC/DC er á fóninum," segir Tryggvi vinur hans. "Nokkrum dögum seinna var ég svo á bar með sætri stelpu, og "Red Hot Chilli Peppers" var spilað þar inni. Ég fór ómeðvitað að þykjast spila á gítar og svo var ég kominn í splitt áður en ég vissi af. Ég hélt að kvöldið hefði heppnast vel, en hún svaraði aldrei hringingum mínum eftir það. Ég man að ég hugsaði: Kalli veit hvað hann syngur."
Tryggvi hefur lært mikið af Kalla.
Þrátt fyrir að hafa svona mikið vald á konum, þá er Kalli Jóns einstæður, og hann kallar sjálfan sig "staðfestan piparsvein". Margir telja þó að kvenmannsleysi hans sé ekki val, heldur afleiðing þess að hann fari ekki nógu vel eftir því sem hann sjálfur predikar.
"Hann myndi líklega komast á stefnumót ef hann gerði nákvæmlega það sem hann er að segja okkur að gera", segir Hrafnkell. "Ég meina, hversu oft hefur hann sagt mér að konur hati gaura sem hafa skít undir nöglunum? Kíktu undir neglurnar hans næst þegar þú hittir hann. Það væri hægt að rækta kartöflur þar undir."
Hrafnkell er mikill aðdáandi Kalla.
"Á hverjum degi virðist Kalli Jóns læra eitthvað nýtt um það hvað konur hati," segir Hilmar. "Hann er svo sannarlega meistari þess sem á að gera og ekki gera þegar kemur að stefnumótum."
Undirritaður er umboðsmaður Kalla Jóns.
posted by Doddi |
12:12
fimmtudagur, mars 16, 2006
Loftmyndagáta 2
Hvaða bygging er þetta?
Vinningshafi fær að velja eitt af eftirfarandi veglegu verðlaunum:
1. Högg í magann 2. Ein ýla 3. Gömul pizzusneið
posted by Doddi |
14:56Loftmyndagáta.
Til hamingju Hilmar, þú eyðilagðir gátuna með glæsibrag. Þetta voru einmitt myndir af area 51 í USA, og verð ég að segja að þetta var nokkuð vel af sér vikið hjá þér. Hérna eru fleiri myndir (vísbending nr. tvö og þrjú og fjögur, en það var víst ekki þörf fyrir þær nei nei). Ef súmað er beint upp af area 51 þá sést þessi hluti Bandaríkjanna. Nú vitið þið hvernig útsýnið er oftast í dag úr fljúgandi diskum.