Ég fékk tölvupóst í dag með þessari mynd sem hét "Ungfrú Raufarhöfn". Veit ekki hvort þetta sé satt, kannski Abba gæti upplýst hvort og þá hvenær hún vann titilinn.
posted by Hrafnkell |
15:56
fimmtudagur, maí 11, 2006
Nornaveiðar á 21. öld
Breskur tölvuhakkari, hinn fjörtíu ára Gary McKinnon, á yfir höfði sér allt að sjötíu ára fangelsisdóm vegna "skemmdarverka" á tölvukerfum Bandaríkjahers og NASA.
Breskur dómari ákvað í gær að McKinnon yrði sendur til Bandaríkjanna þar sem réttað verður yfir honum vegna málsins. McKinnon sagðist í gær aldrei hafa ætlað að skemma neitt, heldur vildi hann aðeins verða sér úti um upplýsingar um geimverur og fljúgandi furðuhluti.
Mér skilst að þegar hann gerði þetta hafi hann verið í hassvímu. Hann bjó þá hjá fyrrverandi kærustu sinni, sem var víst farin að hitta annan gaur.
Bandaríkjastjórn segir "skemmdir" sem McKinnon hafi unnið á tölvukerfum þeirra nemi allt að 700 þúsund dollurum eða fimmtíu milljónum króna. Mér er spurn. Hvernig skemmdir eru það? Eyddi hann út gögnum? Ef svo er, tekur einn voldugasti her heimsins ekki afrit af gögnunum sínum? Ég held að "skemmdirnar" hafi verið kostnaðurinn við að rannska og loka fyrir þá leiðir sem hann notaði. Var það þá ekki bara þarfaþing?
Mér skilst að flestir hlutar kerfisins hafi ekki verið varðir með lykilorði, að hann hafi ekki eytt gögnum og hafi meira að segja skilið eftir skilaboð um að þeir ættu að nota lykilorð. Mér sýnist hann hafa gert þeim greiða með því að sýna þeim hversu veikt kerfið var. Þeir voru heppnir að það var einhver hasshaus á Englandi en ekki hryðjuverkamaður sem hakkaði sig inn í tölvukerfið.
En Bush vill að hann rotni í Guantanamo það sem eftir er ævinnar, með "hinum hryðjuverkamönnunum". Þessi dómur á greinilega að vera víti til varnaðar. Þetta minnir á miðaldir. Þetta eru nornaveiðar.
Spurning hvort það sé ekki fljótlega kominn tími á mótmæli?
p.s. Guantanamo er með stærri táknum óréttlætis í dag, eins og hver einasti heilvita maður getur séð.
posted by Doddi |
09:10
miðvikudagur, maí 10, 2006
Ný frænka
Í gærkvöldi eignaðist Hrannar sitt fyrsta barn og óska ég honum náttúrulega innilega til hamingju með það. Þetta var stelpa og stefnan er að sjá hana í dag og auðvitað býst ég við að hann skíri hana eftir mér þ.e Hrafnkatla Helga, annars verð ég fúll.
Ég veit ekki á hvaða rusl-lista tölvupósturinn minn hefur lent, en ég hef verið að fá póst á borð við þennan undanfarið (Takið eftir því hvað enskan er góð, ég sé fyrir mér auglýsingu með japönskum hreim):
-S'ensationall revoolution in m'edicine! -E'n'l'a'r'g'e your p''enis up to 10 cm or up to 4 inches! -It's herbal solution what hasn't side effect, but has 100% guaranted results! -Don't lose your chance and but know wihtout doubts, you will be impressed with results!
Annar:
-SPUR-M Formula! -You can increase semen you produce 500% -Shoot five times your load and have more longer satisfying orgasm.
Þetta eru ótrúlega professional auglýsingar hjá þessum mönnum. Þeir hljóta að mala gull.
posted by Doddi |
23:45halló halló HA ammili ammli kökur og kók!!!
Jæja þá er enn einn afmælisdagurinn liðinn og er það bara í fínasta lagi þar sem það má segja að sumarið hafi byrjað fyrir alvöru 6. maí síðastliðinn... það var ekki hægt að biðja um betra veður.
Vil þakka öllum þeim sem lögðu leið sína til mín á laugardagskvöldið fyrir skemmtilegt kvöld og allar gjafirnar og þá helst My Fair Lady baðsettið sem ég fékk... það var efst á óskalistanum.
Annars er ég búinn að setja inn myndir af kvöldinu inn á hixarann þannig að það er um að gera að commenta eitthvað skemmtilegt!!
hixarinnsegirbless!!!
posted by Hilmar |
20:30Nýjung! Jarðvegsþjöppunudd
Við hjá Dúddaspa og dekur bjóðum upp á frábært jarðvegsþjöppunudd. Meðferðin tekur 50 mínútur og inniheldur yndislega beinmeðferð með slaghamri/meitli og sandpappírsdekur fyrir húðina. Við vorum að fá glænýja juðara og slípirokka og jarðvegsþjöppur af öflugustu gerð:
Dæmi: PC 1010 Shatal jarðvegsþjappa Stærð plötu: 400 x 550 mm Þyngd: 110 kg Mótor: Honda bensín 5,5 hö Miðflóttaafl á plötu: 1400 kg Mesti hraði áfram: 26 m/mín Víbratíðni: 93 Hz
Nuddsvæði: Bak, rass, fætur&hendur.
Að auki:
Hársvarðarnudd með juðara og spennandi epoxy-blanda fyrir hársvörðinn.
Andlitsbað: Ný og mýkjandi kaldgalvanisering.
Erótískt nudd með steypuvíbrador.
Steinsteypuhúðmeðferð: Þú liggur í steinsteypu í 40 mínútur og húðin verður endurnærð á eftir. Sement er einstaklega nærandi fyrir húðina að mati húðlækna og margra annarra sérfræðinga. Það eina sem þarf að passa er að sofna ekki í baðkarinu.
Ókeypis háþrýstiþvottur fylgir öllum meðferðum.
posted by Doddi |
15:09