fyndið hvað flestar konur eru á móti strippurum og öllu sem því tengist en síðan heyrði ég í útvarpinu í morgun að uppselt er í svæði A á Broadway og örfá sæti eftir í svæði B. Og ég get lofað ykkur því að margar af þessum konum eru einmitt á þessu showi hjá þeim. Það er sem sagt í lagi að konur sjái nakta karlmenn en karlmenn mega ekki sjá konur naktar????????
Og síðan finnst konum skrítið að karlmenn skilji þær ekki...............
fimmtudagur, ágúst 17, 2006
Bloggedíblogg. Jæja, ég held að það sé kominn tími til að bæta aðeins við bloggið hérna á síðunni sem hefur ekki verið mikið að undanförnu. Loksins gefst tími til að skrifa eitthvað enda ágætlega rólegur tími í vinnunni í augnablikinu.
Landsleikur! Kíkt var á landsleikinn gegn Spáni núna í vikunni sem endaði 0-0, fyrri hálfleikur var þokkalegur en síðari var slakur og gerðist ekkert rosalega merkilegt nema að áhorfendur náðu sex bylgjuhringjum í röð og var það highlight seinni hálfleiksins.
Hræðist ekki að verða gamall! Náði að slasa mig enn einu sinni á hnénu og kemur seinna í ljós hvað kemur úr því, sést ekkert ennþá þar sem hnéð er tvöfalt í augnablikinu. Fyrstu nóttina eftir að þetta gerðist átti ég mjög erfitt með svefn og því fór ég á fætur í fyrra fallinu og skellti mér í sund í Laugardalslaug um sjöleytið. Voru þar komnir svona 10-15 gamlir kallar sem töluðu um allt milli himins og jarðar. Var nett gaman að hlusta á nöldrið í þeim, sama hvort það var trúmál, fótbolta, pólitík, homma, bakarann sem er með ofnæmi fyrir hveiti, Ástþór Magnússon eða Sif Friðleifs og bloggið hennar. Þarna ákvað ég að gerast pottormur þegar ég verð gamall og grár, kíkja í sund og kjafta við aðra gamla karla og fara síðan aftur heim og leggja mig þar sem maður er kominn á eftirlaun.
Hjónabandið! Við Guðfinnu áttum 1 árs brúðkaupsafmæli þann 23. júlí síðastliðinn, því miður er það þremur vikum of seint en betra er seint en aldrei.......til hamingju ástin mín....koss og knús.
Íbúðin! Við erum að bíða eftir að granítið komi inn vonandi á morgun eða mánudaginn, þá geta rafvirkjar klárað sitt verk. Og þá á bara eftir að leggja parket og flísar.................á meðan gistum við á neðri hæðinni hjá Hótel Mömmu og Pabba.
Menningarnótt!Á laugardaginn verður gert eitthvað CRAZY!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
komið gott í bili.......Keli out.
posted by Hrafnkell |
11:52