föstudagur, ágúst 25, 2006
Nördaheiðrinum viðhaldið.
Á miðvikudaginn var hvatt sumarstarfsmenn bankans með látum. Fyrst var haldið í keilu í Öskjuhlíðinni og vann ég þar titilinn "Keilunörd Aðalbankans 2006" með 136 stig og var því fyrst og fremst að þakka hversu lélegir aðrir voru frekar en hitt. Síðan var haldið til Hafnarfjarðar og borðað með víkingashowi og öllu tilheyrandi. Þar var ég í smá vígslu og er ég Heiðursvíkingur númer 25201 hjá þeim og hef ég nú leyfi til að drepa (eins og James Bond), ræna og nauðga. Það eina sem ég þurfti að gera var að drekka eitt brennivínsstaup og krúpa á hnjánum í 3 mínútur sem reyndar var mér þrautinni þyngri þar sem hnéð er ekki alveg nógu gott. Fólk var misfullt eins og gengur og frétti maður af einni sumarstelpunni ælandi og spúandi daginn eftir.