Ætli maður verði ekki að blogga þar sem maður á afmæli í dag, já síðasta árið þar sem ég get kallað mig á þrítugsaldrinum. Ég sé að bloggin hafa ekkert verið ýkja mörg á meðan ég var veikur, fékk einhvern helvítis vírus og lá heima í þrjár vikur með hita, hósta og önnur leiðindi. Jólin voru af þeim sökum ekki eins og þau áttu að vera, ég slapp hinsvegar við búðarráp en það var það eina jákvæða við þetta. Kílóin hrundu af mér sökum lystaleysis og ég held að ég hafi ekki verið svona nálægt Hilmari í þyngd síðan níunda áratug síðustu aldar. Hinsvegar hlýtur þetta að fara að ganga í hina áttina þar sem matarlystin er komin aftur að mestu leyti. Maður tussaðist í gegnum jólaboðin þó að maður hafi ekkert verið í miklu stuði og oftar en ekki fann maður sér sófa og var hluti af honum allt kvöldið. Já, ekki var maður hrókur alls fagnaðar í þessum boðum en það bíður bara þangað til næst.
En hvað um það, betri tímar framundan, afmæli í dag og ég held að 2007 verði gott ár fyrir nörda til sjávar og sveita.
Farinn að vinna enda nóg sem bíður eftir manni eftir alla fjarveruna, þannig að ég segi bara GLEÐILEGT NÝTT ÁR OG TAKK FYRIR ÞAU GÖMLU.
posted by Hrafnkell |
09:44