Kosningar færast nær, og landinn fer að gera upp hug sinn.
Auglýsingar undanfarinna daga hef ég látið eins og vind um eyru þjóta, og ég mæli með því að þið gerið slíkt hið sama. Reynið frekar að horfa til undanfarinna ára og láta hjartað ráða för.
Kjósa fólk en ekki flokka
Af hverju megum við ekki kjósa fólk í staðinn fyrir flokka?? Ég er orðinn leiður á þessu flokkakjaftæði.
Hugmynd: Hver kjósandi fær 11 atkvæði til þess að dreifa á milli fólks sem hann vill hafa í ríkisstjórn. Hámark 2 atkvæði á kjaft. Hér er mín dreifing:
2 Guðjón Arnar Kristjánsson, frj. (Góður drengur og hefur unnið í slorinu) 2 Ómar Ragnarson, ísl.hr (Maður með hugsjón) 1 Steingrímur J. Sigfússon, vg. (Ódrepandi og lætur í sér heyra) 1 Ólafur Hannibalsson, ísl.hr (Hannibalsblóð - þarf að segja meira?) 1 Sigurjón Þórðarson, frj. (Hefur mikla þekkingu á fiskveiðikerfinu) 1 Ögmundur Jónasson, vg. (Góður kall og skeleggur) 1 Össur Skarphéðinsson samf. (Ótrúlega mælskur og er reynslubolti mikill) 1 Kolbrún Halldórsdóttir vg. (Dugleg og sjarmerandi - blómabarn) 1 Guðlaugur Þór Þórðarson, sj. (Ungur og efnilegur - íhaldið er ekki alslæmt!)
Þið sjáið að ég kýs einn dökkbláann, þrátt fyrir að ég vilji ríkisstjórnina burt. Frelsi einstaklingsins er jú líka mikilvægt.
posted by Doddi |
14:33