Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


fimmtudagur, júní 21, 2007  

HILMAR ER KOMINN Á KLAKANN.......................DREKKJUM HONUM Í ÁFENGI!!!!!!

posted by Hrafnkell | 15:14


mánudagur, júní 18, 2007  

Bloggið byrjar...

Það er greinilega engin afsökun að blogga ekki, ég tek það þá bara til mín verð duglegri við bloggið og "þykist vera að vinna".
Jæja hvað um það, fór á Öl open golfmót á laugardaginn á Flúðum. Fyrsta skipti í tæp tvo ár sem ég skelli mér í golf og spilamennskan var eftir því, og ekki bætti bjórinn golfið hjá mér. Sá sem vann holu, þurfti að klára einn bjór áður en púttað var ofan í á næstu holu. Mjög hressandi og síðan var farið á Útlagann áður en var farið í bólið.

Þynnkan var þónokkur daginn eftir en það hafðist þegar labbað var niður í bæ á 17. júní, ferskt loft og gott veður. Horfði síðan á handboltalandsleikinn um kvöldið og komumst við áfram í Evrópukeppnina í Noregi á næsta ári.

Hinsvegar var ég pirraður á því að Real Madrid skildi vinna spænsku deildina þó svo að Barcelona hafi haft miklu betri markatölu, bara útaf því að Real hafði betur í innbyrðis viðureignum...............ALGJÖRT KJAFTÆÐI, breyta þessum reglum strax þar sem deildin í heild á að skipta máli, ekki einhverjir tveir innbyrðis leikir. Eiðurinn fékk því ekki titil á Spáni í ár.

Þessi frétt vakti athygli mína, og skoðið líka vel myndina :-)


Hvernig er það, er ég sá eini sem ætlaði að taka mig á í blogginu????

Keli out

posted by Hrafnkell | 09:25