Þessi svokölluðu stórveldi í knattspyrnu, KR og Fram eru á botninum í Landsbankadeildinni í augnablikinu. Mikið hefur verið rætt um gengi þeirra og þá sérstaklega þeirra röndóttu þar sem allir feitustu bitarnir fóru til þeirra fyrir þetta tímabli fyrir gull og græna skóga. Ekki hefur liðið riðið feitum hesti það sem af er og er liðið aðeins með eitt stig eftir sjö leiki. Ekki veit ég hvað er að á þeim bæ, enda vita þeir það ekki sjálfir.
Fyndið er að ræða við kr-ingana hér í bankanum, flestir nenna ekki að ræða um þetta, aðrir svara öllu í þvílíkri vörn og tala um gamla meistaratitla en enginn af þeim hefur trú á að eitthvað eigi eftir að breytast og segja að það sé"kannski smá séns þar sem aðeins eitt lið fellur í ár".
En eitt er víst.........hægt er að telja stigin sem Fram hefur á fingrum annarar handar og stig kr-inga á typpinu á sér.
Svo er bara að sjá hvernig leikurinn hjá þessum liðum fer í kvöld.
Þessi frétt lýsir ágætlega hvernig það er að nota almenningssamgöngur hérna út í Danmörku.
Ef að strætóbílstjórar eru ekki í verkfalli þá eru lestarstjórar í verkfalli, ef það er ekki of heitt fyrir lestarnar að ganga þá er of kalt, ef að það er ekki verið að gera við teinana þá er búið að frjósa í helvíti.....
Allt þetta vesen þýðir það að maður þarf að leggja svona klukkutíma fyrr af stað á morgnana ef maður vill koma á réttum tíma í vinnuna, klukkutíma sem maður gæti annars nýtt í dýrmætan svefn upp í hlýju rúmi.
Spurning með að fara að kíkja eftir einhverjum bílskrjóð....
posted by Hilmar |
08:21