Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


föstudagur, júlí 20, 2007  

Kominn aftur í baunirnar

Jæja þá er maður kominn aftur til DK eftir mjög skemmtilega ferð til Íslands. Það sem stendur upp úr er líklega 5 daga gönguferð yfir Laugaveginn (HHAHa setja inn brandara hér). Þetta var í fyrsta skipti sem ég hef gengið þetta en sumir í hópnum voru að fara þetta í tíunda skiptið. Ég legg til að við nördar tökum okkur saman og stefnum á að ganga þetta næsta sumar með mökum!!

Hérna má sjá eina af mörgum myndum sem voru teknar í ferðinni. Þarna stend ég og horfi yfir Álftavatn en það verð ég að segja er með fallegri stöðum sem ég hef komið á.



Hægt að sjá fleiri myndir á hixaranum fyrir þá sem hafa áhuga.

Núna tekur svo bara við hið daglega líf, nóg að gera í vinnunni auk þess sem við verðum að finna okkur nýja íbúð núna fyrir 1. ágúst. Reynir og frú stefna á að kíkja hingað 2. ágúst þannig að það verður fínt að fá þau í flutningana!!!

En annars var gaman að hitta alla hressa og við góða heilsu og vonandi sjáumst við fljótt aftur.

Þangað til segi ég bæbræbææbrææbrææbrææbræbææbræbræ

posted by Hilmar | 08:57