Þessi mynd var snilld á sínum tíma og var hlegið mikið af henni. Reyndar horfði ég á hana aftur seinna og var hún ekki jafn góð við annað áhorf 15 árum seinna. En ég mæli samt með henni ;-) Held að þú verðir að vera í góðum gír til að fíla hana eða kannski búinn að fá þér nokkra öllara.
Mikið hefur verið rætt um auglýsingu Símans á þriðju-kynslóðar farsímum.
Það er eitt sem mig langar að benda á í sambandi við hana:
Þessi auglýsing er ekki rökrétt. Jesús vissi það frá því hann hitti Júdas fyrst að hann myndi svíkja hann. Hann var meira að segja búinn að segja það við Júdas, að hann myndi svíkja hann: "Þrisvar muntu svíkja mig". Þannig að þó hann hefði séð hann í gegnum farsíma eða einhvern veginn öðruvísi hefði það ekki breytt neinu :)
Þeir semsé gefa sér það að Jesús hafi ekki vitað þetta, og líklega lesa það einhverjir út úr þessari auglýsingu, nema auðvitað þeir sem vissu það rétta fyrir.
Þannig að þeir svindla til að láta þessa auglýsingu ganga upp.