Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


föstudagur, október 05, 2007  

Ummæli dagsins.

(On September 17, 1994, Alabama's Heather Whitestone was selected as Miss America 1995.)

Question: If you could live forever, would you and why? Answer: "I would not live forever, because we should not live forever, because if we were supposed to live forever, then we would live forever, but we cannot live forever, which is why I would not live forever,"

-- Miss Alabama in the 1994 Miss USA contest .

posted by Hrafnkell | 09:32


fimmtudagur, október 04, 2007  

Gömlu góðu dagarnir

Hvernig væri að fara að nota gömlu dagaheitin aftur?

Þriðjudagur -> Týsdagur
Miðvikudagur -> Óðinsdagur
Fimmtudagur -> Þórsdagur
Föstudagur -> Freysdagur
Laugardagur -> Doddadagur

Það var einkum Jón Ögmundsson, einn frægasti kirkjumaður Íslandssögunnar, sem stóð fyrir því að þessu var breytt á sínum tíma. Nú held ég að við ættum að breyta þessu til baka, ekki til að boða heiðni, heldur vegna þess að þessi dagaheiti eru sögulegt og menningarlegt verðmæti.

"Jóns hefur sérstaklega verið minnst fyrir atorkusemi við að útbreiða kristinn sið og útrýma heiðnum venjum á Íslandi. Hann lagðist hart gegn ýmiskonar hegðun sem honum þótti ekki sæma kristinni þjóð, til dæmis dansi, mansöng og öðrum blautlegum kveðskap. Jón stóð fyrir því að nöfnum þeirra vikudaga var breytt sem kenndir höfðu verið við æsi: Týsdagur varð þriðjudagur, Óðinsdagur miðvikudagur, Þórsdagur fimmtudagur og Freysdagur varð að hinum meinlætalega föstudegi." (Af vísindavefnum)

Við erum a.m.k. löngu farin að dansa, syngja og kveða aftur (sem betur fer).

posted by Doddi | 12:00